„Um hvað hugsarðu?“ Barnavinur, nóv. 2023, 38.
Um hvað hugsarðu?
Mér finnst svo margt vera að breytast og ég er ekki tilbúin. Af hverju geta hlutirnir ekki verið áfram eins?
– Að alast upp í Granada
Kæru þið sem vaxið úr grasi,
hugsið um eftirlætis ævintýrasöguna ykkar. Hetjurnar tókust á við miklar breytingar og áskoranir áður en þeim tókst loks að ná markmiði sínu, ekki satt? Ef ekkert hefði breyst fyrir þær, hefði ekkert ævintýri orðið! Enginn góður endir!
Breytingar eru líka mikilvægar fyrir söguna ykkar. Það er eðlilegt að vera dapur, áhyggjufullur eða hræddur. En munið að þið eruð hetjan í sögunni ykkar. Hver breyting er tækifæri til að læra og vaxa. Himneskur faðir mun hjálpa ykkur.
Gangi ykkur vel í ævintýrum ykkar!
Barnavinur
Tileinkið ykkur ævintýrahugsunina með því að teikna ykkur sem ævintýrahetju!