2023
Ráðstefnupunktar
Nóvember 2023


„Ráðstefnupunktar,“ Barnavinur, nóv. 2023, 5.

Ráðstefnupunktar

Hjálp frá heilögum anda

alt text

Eyring forseti sagðist finna til hvatningar þegar hann læsi frásögnina um Nefí ná í látúnstöflurnar frá Laban. Nefí vissi ekki nákvæmlega hvað gera skyldi, en var leiddur af heilögum anda hvert andartak. Þegar Drottinn býður okkur að gera eitthvað erfitt, mun heilagur andi hjálpa okkur.

Þetta kennir mér:

Minnist þess hver þið eruð

alt text

Öldungur Stevenson bauð okkur að staldra við í hvert sinn sem við sjáum okkur í spegli og segia: „Vá, sjáðu mig! Ég er frábær! Ég er barn Guðs! Hann þekkir mig! Hann elskar mig!“ Gerum við þetta mun það hjálpa okkur að hafa hugfast hver við í raun erum og hvernig Guð og heilagur andi geta hjálpað okkur.

Þetta kennir mér:

Trú á Jesú Krist

alt text

Öldungur Costa miðlaði frásögninni um það þegar Jesús Kristur lægði storminn. Öll upplifum við storma, eða áskoranir, í lífinu sem eru erfið. En við þurfum aldrei að takast á við það einsömul. Að hafa trú á Jesú Krist mun veita okkur þann kraft og frið sem við þurfum til að takast á við alla storma.

Þetta kennir mér:

Að ganga veginn með honum.

alt text

Freeman forseti sagði frá því þegar hún vildi ganga ákveðna slóð, jafnvel með meiddan ökkla Hún gat ekki gengið slóðann einsömul, svo leiðsögumaðurinn hjálpaði henni. Á sama hátt og leiðsögumaður Freemans forseta, mun Jesús Kristur hjálpa okkur með hverja áskorun er við gerum allt sem við getum til að halda sáttmála okkar.

Þetta kennir mér:

PDF-saga

Myndskreyting: Josh Talbot