2023
Hjálpa litla bróður
Nóvember 2023


„Hjálpa litla bróður,“ Barnavinur, nóv. 2023, 16–17.

Hjálpa litla bróður

Enginn hafði lengur tíma fyrir Lashiu.

Þessi saga gerðist í Suður-Afríku.

alt text

Lashia eignaðist nýjan bróður. Hann hét Liam. Hann var með dökkt hár og örsmáar hendur og fætur. Hann var svo sætur!

En stundum var erfitt að vera með nýtt barn í fjölskyldunni. Mamma og pabbi voru alltaf upptekin núna. Og Liam grét mikið.

„Mamma, geturðu lesið fyrir mig sögu?“ spurði Lashia.

„Ég þarf að þvo Liam í baðkarinu,“ sagði mamma. „Kannski geturðu lesið sögu með Ariönu.“

Lashia settist á gólfið með litlu systur sinni. Þær flettu í gegnum blaðsíður bókar. En það var ekki það sama án mömmu.

„Pabbi, viltu leika við mig?“ spurði Lashia.

„Ég þarf að hjálpa mömmu með barnið áður en ég fer í vinnuna,“ sagði pabbi.

Lashia gretti sig. Mamma og pabbi höfðu aldrei tíma fyrir hana núna! Þau voru alltaf að hjálpa Liam.

Fljótlega fór pabbi í vinnuna. Mamma lagði Liam niður til að láta hann blunda. Hún sat með Lashiu og Ariönu í sófanum. Hún virtist þreytt.

alt text

„Við höfum verið mjög upptekin af Liam,“ sagði mamma. „Hafið þið verið svolítið einmana?“

Lashia kinkaði kolli. Henni fannst eins og hún vildi gráta.

Mamma faðmaði Lashiu og Ariönu. „Liam þarf mikla hjálp núna því hann er svo lítill. Hann getur ekki gert neitt sjálfur enn þá, eins og þú getur.“

„Ég veit það,“ sagði Lashia.

„En ef þú vilt geturðu hjálpað mér að hugsa um Liam.“ Mamma brosti.

„Í alvöru?“ spurði Lashia. Henni fannst þetta góð hugmynd.

„Ég líka?“ spurði Ariana.

„Þú líka,“ sagði mamma.

Fljótlega fór Liam að gráta. Þegar mamma skipti um bleiu færði Lashia henni þurrkurnar.

„Þakka þér fyrir,“ sagði mamma.

Daginn eftir, þegar Liam fór í bað, völdu Lashia og Ariana hrein föt sem hann átti að klæðast. Það voru sæt lítil dýr á þeim! Þær komu með þau til mömmu svo hún gæti klætt Liam.

„Þakka þér fyrir,“ sagði mamma.

Lashia og Ariana hugsuðu um aðrar leiðir til að hjálpa. Þær bjuggu um rúmin sín á hverjum morgni án þess að vera beðnar. Stundum bjuggu þær líka um rúmið hennar mömmu og pabba! Og þegar komið var að matnum hjálpuðu þær pabba í eldhúsinu.

„Þakka ykkur fyrir,“ sögðu mamma og pabbi.

Þegar Liam grét reyndi Lashia að hjálpa honum að líða betur. Hún hélt um hann og talaði við hann mjúkri röddu. Liam gat ekki sagt takk enn þá. En einn daginn brosti hann breitt til Lashiu!

Lashia brosti á móti. Hún var ánægð með að geta hjálpað litla bróður sínum og mömmu sinni og pabba líka!

alt text here

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney