„Jesús Kristur læknaði mann,“ Barnavinur, nóv. 2023, 24–25.
Sögur um Jesú
Jesús Kristur læknaði mann
Fjarlægið þessa síðu og brjótið hana saman til helminga. Haldið síðan myndinni á lofti meðan þið segið söguna.
Dag einn sá Jesús Kristur mann sem var blindur. Sumir héldu að Guð hefði gert manninn blindan til að refsa honum. „Syndgaði þessi maður? Eða syndguðu foreldrar hans,“ spurði fólkið.
Jesús sagði að blinda mannsins væri ekki refsing. „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans,“ sagði hann.
Jesús setti leir yfir augu mannsins. Hann sagði manninum síðan að þvo sér í vatnslaug. Þegar maðurinn hafði gert það sem Jesús bauð, læknaðist hann! Maðurinn fékk sjónina.
Stundum koma erfiðir hlutir fyrir okkur. Jesús Kristur og himneskur faðir geta hjálpað okkur að læra, vaxa og njóta friðar. Þeir elska okkur og vilja blessa okkur!