2023
Hæfnisprófið
Nóvember 2023


„Hæfnisprófið,“ Barnavinur, nóv. 2023, 30–31.

Hæfnisprófið

Jared vissi að Jesús Kristur stæði með sér.

Þessi saga gerðist í Frakklandi.

Ljósmynd
alt text

Jared driplaði boltanum upp völlinn. Leikmenn hlupu í kringum hann, það ískraði í skóm þeirra á gólfinu.

„Ég er laus!“ kallaði Gabríel.

Jared kastaði boltanum til Gabríels og hélt áfram að hlaupa. Gabríel kastaði síðan boltanum aftur til baka. Jared kastaði boltanum í átt að körfunni.

SVOOSH!

Hann fór ofan í!

„Flott skot, Jared,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. „Þú veist að hæfnisprófið fyrir svæðisliðið er eftir tvær vikur.

Jared kinkaði kolli. Það er bara nokkrum leikmönnum boðið í hæfnisprófið fyrir þetta lið.

„Hæfnisprófið verður á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. „Heldurðu að þú komist þá?“

Eftirvænting Jareds hvarf um leið og hún vaknaði.

„Á sunnudaginn?“ spurði Jared.

„Já. Er það vandamál?“

Jared hugsaði málið. Þetta var tækifærið hans til að spila með virkilega góðu liði! En sunnudagar voru til þess að fara í kirkju og einbeita sér að frelsaranum.

„Sunnudagar eru sérstakur dagur fyrir mig,“ sagði Jared. „En ég skal tala við foreldra mína um það.“

Um kvöldið sat Jared á rúminu sínu með foreldrum sínum. Hann kastaði körfuboltanum upp í loftið á meðan hann hugsaði. „Mig langar virkilega að prófa mig fyrir liðið,“ sagði hann við mömmu og pabba. „En ég vil ekki gera það á sunnudegi. Ég veit að Guð er mikilvægari en körfubolti.“

„Hvað getum við gert til að hjálpa þér?“ spurði mamma.

Jared sneri boltanum í höndum sér. „Getum við farið með bæn saman?“

Hann lagði körfuboltann frá sér og kraup niður með mömmu og pabba. „Kæri himneski faðir,“ sagði hann, „mig langar virkilega til að prófa mig fyrir þetta körfuboltalið. En hæfnisprófið er á sunnudegi! Ég veit að sunnudagur er dagurinn sem ég helga þér. Hvað get ég gert?“

Eftir bænina fann Jared fyrir hughreystandi tilfinningu.

„Hvernig líður þér?“ spurði mamma.

„Ég ætla ekki ef hæfnisprófið er á sunnudaginn,“ sagði hann. „En ég hef á tilfinningunni að þetta verði allt í lagi.“

Ljósmynd
alt text

Tveimur dögum síðar fékk mamma Jared netpóst. Þar var sagt að hæfnisprófið yrði á laugardaginn í staðinn!

Jared gæti tekið þátt og haldið hvíldardaginn heilagan! Hann vissi að himneskur faðir hafði heyrt bæn sína.

Næstu tvær vikurnar æfði Jared körfubolta eins mikið og hann gat. Þegar stóri dagurinn rann upp gerði Jared sitt besta. Hann hljóp hratt á milli leikkerfa, hitti úr flestum skotum sínum og fagnaði yfir samherjum sínum.

„Eftirfarandi leikmenn munu halda áfram í hæfnisprófunum fyrir liðið,“ sagði þjálfarinn eftir fyrstu umferð. „Vinsamlega hlustið eftir nafni ykkar.“

Hjarta Jareds sló hátt. Þjálfarinn kallaði eitt nafn. Síðan annað. Og annað. Jared fann von sína um að komast í liðið fara dvínandi.

Fljótlega kláraði þjálfarinn listann. Hann hafði ekki kallað nafn Jareds. Jared myndi ekki fara áfram í næstu lotu hæfnisprófa.

Jared sat á bekknum fyrir utan íþróttahúsið og starði á skóna sína. Hann hafði æft sig svo mikið. En það var eins og öll vinnan hans væri til einskis.

Þegar mamma náði í Jared hristi hann höfuðið. „Ég komst ekki í liðið.“

Mamma faðmaði hann þétt að sér. „Mér þykir leitt að þetta fór ekki eins og við vildum,“ sagði hún.

Jared dró djúpt andann. Þá barst honum hughreystandi hugsun.

„Hlutirnir fara ekki alltaf eins og ég vil,“ sagði hann. „En Jesús Kristur veit nákvæmlega hvernig mér líður. Hann stendur með mér.“

Mamma brosti. „Þú hefur rétt fyrir þér! Hann veit hvernig þér líður.“

Jared brosti á móti. Hann var enn dapur, en honum leið betur þegar hann vissi að frelsarinn skildi hvernig honum leið. Jared vissi að Jesús myndi alltaf elska og styðja sig.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Britain Morris

Prenta