„Kveðja frá Indónesíu!“ Barnavinur, nóv. 2023, 18–19.
Kveðja frá Indónesíu!
Lærið um börn himnesks föður víða um heim.
Indónesía er land í Suðaustur-Asíu. Þar eru meira en 17.000 eyjar! Um 280 milljón manns búa þar.
Kirkja í vexti
Russell M. Nelson forseti heimsótti meðlimi í höfuðborginni Djakarta árið 2019. Á aðalráðstefnunni í apríl 2023 tilkynnti hann að þar yrði reist musteri!
Tilbeiðslustaðir
Í Indónesíu er stærsta íslamska moska Suðaustur-Asíu. Þar er líka stærsta musteri búddista í heimi.
Blátt eldfjall!
Indónesía hefur fleiri virk eldfjöll en nokkurt annað land. Kawah Ijen eldfjallið hefur bláa loga sem sjást á næturnar.
Talar þú tungumálið mitt?
Indónesíska er hið opinbera tungumál. En meira en 700 tungumál eru töluð í Indónesíu! Einkunnarorð þeirra í landinu merkja „mörg, en samt sameinuð,“ til að sýna samstöðu fólksins.
Heimkynni drekanna
Kómódódrekar eru stærstu eðlur í heimi. Þeir geta orðið 3 metra langir!