2023
Einhver sem fær skilið
Nóvember 2023


„Einhver sem fær skilið,“ Barnavinur, nóv. 2023, 26–27.

Einhver sem fær skilið

Vinir Blair skildu ekki hvernig það var að vera með Crohns-sjúkdóm.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

alt text

„Ég get ekki komið í dag,“ sagði Blair. Andlit hennar hitnaði af kinnroða.

Vinir hennar störðu á hana. „En þú sagðist ætla að koma!“ sagði Sammy.

„Ég veit það.“ Blair starði niður fyrir sig. „Mér líður ekki vel. Afsakið mig.“

„Þú sagði þetta líka síðast,“ sagði Jessica.

Blair vissi ekki hvað hún ætti að segja. Hún vildi að hún gæti farið heim til Sammys. En henni var mjög illt í maganum í dag. Hún þurfti að fara heim og hvíla sig.

Blair var með Crohns-sjúkdóm. Það olli óþægindum í maga og það var mjög sárt. Flesta daga verkjaði henni hið minnsta svolítið. En sumir dagar voru verri en aðrir. Í dag var einn af þessum dögum. Hún vildi að hún gæti valið hvaða daga sársaukinn væri mikill. Svo virtist sem hún hefði mestan magaverk þegar hún vildi gera eitthvað skemmtilegt.

„Við skulum bara fara,“ sagði Sammy við Jessicu.

Þegar Blair kom heim tók hún lyfin sín. Hún reyndi síðan að sofna. En verkurinn var of mikill.

alt text

Mamma og pabbi komu til að gá að henni. Pabbi settist á rúmið hennar. „Hvernig líður þér?“

„Allt í lagi. Lyfin hjálpuðu aðeins,“ sagði Blair.

„Mér þykir leitt að þú hafir ekki getað farið heim til Sammy,“ sagði mamma.

Blair fann tárin í augunum. „Þetta er ekki sanngjarnt! Vinir mínir skilja ekki hvernig þetta er.“ Blair kastaði púða í vegginn. „Ég vil bara að mér batni.“

Pabbi faðmaði Blair að sér. „Ég veit það. Viltu fá prestdæmisblessun?“

Blair kinkaði kolli. Blessanir veittu henni yfirleitt rósemd.

alt text

Pabbi lagði hendur sínar á höfuð Blair og blessaði hana til að hvílast og finna huggun. Það var góð blessun. Það hjálpaði henni að muna eftir því að himneskur faðir elskaði hana. En hún var samt sorgmædd yfir vinum sínum.

Eftir blessunina kysstu mamma og pabbi Blair góða nótt. Þau fóru svo hún gæti sofnað.

Blair lagðist aftur niður og lokaði augunum. Blessunin hafði hjálpað, en hún hafði enn verk.

Hún kraup við rúmið sitt til að biðjast fyrir. Í fyrstu var þetta eins og flestar bænir hennar. Hún sagði himneskum föður hvað hún væri þakklát fyrir og bað fyrir betri líðan. En í þetta sinn hélt hún áfram.

alt text

„Himneski faðir, ég er mjög döpur. Ég sakna þess að vera með vinum mínum,“ sagði hún. „Ég er einmana. Enginn skilur hversu mikið mig verkjar á hverjum degi. Ég sakna þess hvernig það var áður en ég veiktist.“

Því lengur sem Blair baðst fyrir, því meira fannst henni að himneskur faðir væri að hlusta á bæn hennar. Hún gat hvorki heyrt í honum né séð hann, en hún fann elsku hans. Hún vissi að það skipti hann máli sem hún hafði að segja. Blair vildi að tilfinningin héldi áfram.

Blair baðst fyrir þar til hún hafði sagt himneskum föður allt sem henni fannst. Þá kom hugsun upp í huga hennar. Vinir Blair myndu kannski aldrei vita hvernig það var að vera með Crohns-sjúkdóm, en himneskur faðir og Jesús Kristur gerðu það. Þeir vissu hversu hana verkjaði og hversu einmana hún var. Þeir myndu alltaf vera til staðar fyrir hana.

Blair fannst eins og hún væri að fá stærsta faðmlagið sitt. Eftir að hún hafði lokið bæninni fór hún til að finna foreldra sína til að segja þeim hvað hafði gerst.

„Fékkstu martröð?“ spurði mamma.

Blair brosti. „Nei. Ég var að biðjast fyrir.“

Mamma varð hissa. „Við buðum góða nótt fyrir nokkru síðan. Varstu að biðjast fyrir allan þennan tíma?“

Hafði þetta í raun verið svo langur tími? Blair kinkaði kolli. „Þetta var eins og að fá risastórt faðmlag. Himneskur faðir og Jesús Kristur vita hvernig mér líður. Vegna þeirra, þá þarf ég ekki að vera einmana!“

alt text here

Myndskreyting: Tammie Lyon