2023
Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin
Nóvember 2023


Kom, fylg mér Verkefni,“ Barnavinur, nóv. 2023, 49.

Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin

Fyrir Hebreabréfið 1–6

Ljósmynd
Alt text

Ímyndið ykkur að þið séuð að sigla saman á skipi. Hvernig munið þið vita hvert stefna skal? Ræðið hvernig Jesús Kristur er eins og skipstjóri (sjá Hebreabréfið 2:10). Þegar við trúum á hann, getur hann leitt okkur örugglega gegnum lífið.

Fyrir Hebreabréfið 7–13

Syngið „Trú“ (Barnasöngbókin, 50). Ræðið um það hvernig við sýnum trú þegar við treystum Guði og fylgjum Jesú Kristi.

Fyrir Jakobsbréfið

Búið til hressingu saman. Spyrjið meðan eldað er: „Er erfitt að sýna biðlund?“ Það er ekki auðvelt að sýna biðlund. En þegar við bíðum eftir einhverju góðu – eins og blessunum Guðs – þá er það alltaf þess virði að bíða.

Fyrir 1. og 2. Pétursbréf

Farið út með litlu börnin ykkar. Er sólardagur? Rigningardagur? Íhugið eitthvað sem þið getið gert til að njóta veðursins. Kennið að við getum verið hamingjusöm hvernig sem hlutirnir eru umhverfis okkur.

Fyrir 1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið

Mælið hæð litlu barnanna ykkar. Kennið að þegar frelsarinn óx upp, hafi hann dag hvern valið hið góða. Biðjið þau að nefna eitthvað eitt gott sem þau völdu í dag. Hjálpið þeim að segja: „Ég er að vaxa, eins og Jesús gerði“!

Prenta