2023
Ráðstefnufréttir
Nóvember 2023


„Ráðstefnufréttir,“ Barnavinur, nóv. 2023, 4.

Ráðstefnufréttir

Ráðstefnutilvitnanir

Horft á aðalráðstefnu víða um heim

brosandi stúlka

Vegna tímamismunarins horfum við á morgunhluta ráðstefnunnar á kvöldin. Við vorum eftirvæntingarfull þegar Nelson forseti tilkynnti um nýju musterin!

Sofia D., 11 ára, Bratislava-héraði, Slóvakíu

brosandi stúlka

Við undirbúum okkur fyrir ráðstefnuna með því að fara og kaupa góðgæti og hvíla okkur svo við sofnum ekki á miðri ráðstefnu. Við biðjum saman sem fjölskylda um skilning og lesum ritningarnar. Mér finnst alltaf gaman að hlusta á lifandi spámann og heyra orð Guðs.

Runakorwashe S., 7 ára, Southern Region, Malavíu

Brosandi drengur

Að horfa á ráðstefnuna fékk mig til að vilja vera nálægt Jesú Kristi. Hann er góði hirðirinn og honum er annt um okkur, sauðina sína. Stundum villumst við svolítið langt frá, en hann kemur alltaf til að leita að okkur.

Efrain C., 9 ára, San Juan héraði, Argentínu

20 musteri!

Það voru 20 ný musteri tilkynnt á ráðstefnunni! Notið kort til að finna hverja nýja musterisstaðsetningu. Litið svæðin í musterisútlínunni þegar þið finnið hvern staðanna.

Savai‘i, Samóa

Cancún, Mexíkó

Piura, Perú

Huancayo, Perú

Viña del Mar, Síle

Goiânia, Brasilíu

João Pessoa, Brasilíu

Calabar, Nígeríu

Cape Coast, Ghana

Luanda, Angóla

Mbuji-Mayi, Austur-Kongó

Laoag, Filippseyjum

Osaka, Japan

Kahului, Havaí, Bandaríkjunum

Fairbanks, Alaska, Bandaríkjunum

Vancouver, Washington, Bandaríkjunum

Colorado Springs, Kolaradó, Bandaríkjunum

Tulsa, Oklahoma, Bandaríkjunum

Roanoke, Virginíu, Bandaríkjunum

Ulaanbaatar, Mongolíu

Tíund og fórnir

Á ráðstefnunni lærðum við nokkuð af því hvernig kirkjan notar tíundar- og gjafafé til að blessa fólk um allan heim!

  • Á síðasta ári var 1 milljarði bandaríkjadollara varið til að blessa nauðstadda.

  • Að auki var 54 milljónum bandaríkjadollara varið til að hjálpa nauðstöddum mæðrum og börnum.

  • Tíund var notuð til að styðja fleiri en 71.000 trúboða sem þjónuðu í 414 trúboðum.

  • Tíund var líka notuð til að hjálpa við starfssemi 30.000 safnaða í 195 löndum og svæðum.

Lífslexía frá spámanninum

Nelson forseti varð 99 ára á þessu ári! Í ræðunni sinni miðlaði hann nokkrum þeirra lexía sem honum lærðist á næstum 100 ára æviskeiði. Farið á bls. 2 til að lesa það sem hann kenndi.

PDF-saga