2023
Við gerum þetta saman
Nóvember 2023


„Við gerum þetta saman,“ Barnavinur, nóv. 2023, 40–41.

Við gerum þetta saman

Annie var hrædd við að byrja í Stúlknafélaginu.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
alt text

Annie nuddaði efni kjólsins síns. Hún reyndi að hlusta á ræðuflytjendur. En hún var með kvíðatilfinningu í maganum.

Í dag var sá dagur sem Annie átti að fara í Stúlknafélagið. Hún átti að fara í bekkinn um leið og sakramentissamkomunni lyki. Allir sögðu Annie að hún ætti að vera eftirvæntingarfull, en þess í stað var hún hrædd.

Hún leit yfir á Tami, eldri systur sína. Tami hafði verið í Stúlknafélaginu í þrjú ár og hún elskaði það. Hún sagði Annie alltaf hversu frábært það væri. „Þú munt eignast svo margar vinkonur,“ sagði Tami. „Þetta er öðruvísi en í Barnafélaginu. Það er næstum eins og maður sé fullorðinn.“

En Annie var ekki eins og systir hennar. Tami fannst gaman að kynnast nýju fólki og átti auðvelt með að eignast vini. Annie var róleg og vildi frekar lesa eða teikna en tala við aðra.

Annie var líka með unglingabólur og hún var feimin varðandi útlit sitt. Hún notaði sérstakt krem, sem hjálpaði. En rauðu bólurnar á húðinni vildu bara ekki hverfa.

Eftir sakramentissamkomuna, dró Annie fæturna á ganginum. „Ég get ekki farið í Stúlknafélagið í dag,“ sagði hún við mömmu og Tami.

Ljósmynd
alt text

Mamma virtist áhyggjufull. „Ég hélt að þú værir spennt yfir því að fara í Stúlknafélagið. Hvað gerðist?“

„Ég þekki enga af eldri stelpunum.“ Annie snerti andlit sitt. „Og þær munu líklega hlæja þegar þær sjá mig.“

Mamma faðmaði Annie að sér. „Mundu að Tami verður þarna líka.“

„Ég er ekki eins og Tami,“ sagði Annie. Hún leit á systur sína. „Þú ert svo góð í því að tala við fólk.“

„Ég veit að það er erfitt að fara í nýjan bekk,“ sagði Tami. „En við gerum þetta saman. Ég var líka hrædd þegar ég byrjaði í Stúlknafélaginu.“

Annie starði á Tami stórum augum. Tami virtist alltaf svo hugrökk! Hún hafði meira að segja farið í prufu fyrir skólasöngleikinn sinn og fengið aðalhlutverkið. Annie gerði ekki svona hluti. Hún reyndi bara að láta lítið fyrir sér fara.

„En þú ert aldrei hrædd,“ sagði Annie.

Ljósmynd
alt text

Tami brosti. „Auðvitað verð ég hrædd! Ég var hrædd þegar ég fór í prufuna fyrir söngleikinn. Veistu hvað ég gerði?“

Annie hristi höfuðið.

„Ég baðst fyrir og gerði mitt besta. Og ég hjálpaði líka öðrum krökkum. Mér virtust margir þeirra vera hræddir eins og ég var. Að hjálpa öðrum að sýna hugrekki, hjálpaði mér að vera hugrökk.“

Annie hugleiddi þetta. Gæti hún gert það sem Tami gerði og hjálpað öðrum stelpum í bekknum sínum að vera ekki hræddar?

„Heldurðu að þú getir farið í Stúlknafélagið í dag?“ spurði mamma.

Annie andaði djúpt að sér. Síðan kinkaði hún kolli. Hún gæti það.

Annie og Tami gengu inn í kennslustofu Stúlknafélagsins. Annie leit á hinar stelpurnar. Sumar þeirra virtust kvíðnar eins og hún var. Julie sneri hárstreng upp á fingur sér og Erica nagaði á sér neglurnar.

Annie hugsaði um það hvernig hún gæti hjálpað þeim. Hún fór og settist hjá Julie. „Ert þú líka kvíðin?“ hvíslaði Annie. „Þetta verður allt í lagi.“

Julie brosti og Annie brosti á móti. Annie var ekki eins hrædd lengur. Kannski gæti Stúlknafélagið bara verið nokkuð gott.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Toby Newsome

Prenta