2023
Akoni býr sig undir að fara í musterið
Nóvember 2023


„Akoni býr sig undir að fara í musterið,“ Barnavinur, nóv. 2023, 36–37

Akoni býr sig undir að fara í musterið

Kynnist Akoni og uppgötvið hvernig hann bjó sig undir að fara í musterið.

alt text

Akoni er 12 ára gamall. Hann býr í New Mexico, Bandaríkjunum, meðal Navajo-þjóðarinnar. Þetta er svæði í Bandaríkjunum sem er stjórnað af Navajo-þjóðinni. Meira en 250.000 manns búa þar.

alt text

Þegar Akoni var yngri fylgdist hann með eldri systkinum sínum fara í Stúlknafélagið og Piltafélagið.

alt text

Hann sá líka hversu ánægð þau voru þegar þau fóru í musterið. Akoni var líka spenntur að heimsækja musterið.

Akoni bjó sig undir Piltafélagið með því að fara í kirkju og tala við fjölskyldu sína.

Hann spurði spurninga um musterið svo hann væri tilbúinn að fara inn í það.

alt text

„Ég kveið því að fara í musterið í fyrsta sinn,“ sagði Akoni. „En þegar ég er í musterinu finnst mér ég öruggur.“

alt text

Næsta musteri við Akoni er Albuquerque-musterið í New Mexico. Það er í fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð. Akoni er spenntur yfir því að nýtt musteri verði brátt byggt nærri honum.

Akoni vonast til að þjóna í trúboði dag einn, eins og eldri systkini hans gerðu.

Hann hefur þegar hafið að miðla fagnaðarerindinu með því að bjóða vini sínum í kirkju. Hann vill vera yngri bróður sínum gott fordæmi og líka öðrum!

alt text

Háu klettarnir á þessari mynd eru kallaðir „vængir klettanna.“ Þessi staður er mikilvægur fyrir Navajo-þjóðina.

alt text here