Líahóna
Hverju mynduð þið láta af til að þekkja Guð?
Júlí 2024


„Hverju mynduð þið láta af til að þekkja Guð?“ Líahóna, júlí 2024.

Kom, fylg mér

Alma 22

Hverju mynduð þið láta af til að þekkja Guð?

Ljósmynd
karlmaður gengur á strönd

Það að lifa eftir fagnaðarerindinu krefst oft fórnar. Himneskur faðir biður okkur um að sinna í engu okkar náttúrlegu hneigðum til að hljóta nokkuð meira: þekkingu á Guði og þeim óviðjafnanlegu blessunum sem hann hefur að bjóða.

Faðir Lamonís konungs sýndi þennan fórnarvilja er hann bað: „Ef Guð er til, og ef þú ert Guð, vilt þú þá láta mig vita af þér, og ég mun láta af öllum syndum mínum til að þekkja þig og til þess að ég verði reistur upp frá dauðum og frelsist á efsta degi“ (Alma 22:18; leturbreyting hér).

Russell M. Nelson forseti kenndi að til þess að sigrast á heiminum og verða nánari himneskum föður og Jesú Kristi verðum við að „velja að forðast allt sem hrekur burt andann“ og „vera fús til að ‚láta af,‘ jafnvel okkar kærustu syndum“.

Blessanir

Auk þeirra blessana sem faðir Lamonís konungs sóttist eftir, upprisu og sáluhjálp, hefur Nelson forseti nefnt fleiri blessanir sem hljótast fyrir viðleitni okkar til að verða líkari Jesú Kristi og dvelja á sáttmálsveginum. Þær eru meðal annars:

  • Breyting á hjarta og eðli

  • Kærleikur

  • Auðmýkt

  • Örlæti

  • Gæska

  • Sjálfsagi

  • Friður

  • Sjálfstraust

  • Gleði

  • Hvíld

  • Andlegur styrkur

  • Persónuleg opinberun

  • Aukin trú

  • Þjónusta engla

  • Kraftaverk

Ef þið eigið erfitt með að fórna ákveðnum syndum, gefist þá ekki upp. Nelson forseti minnir okkur á þetta: „Að sigrast á heiminum, þýðir vissulega ekki að þið verðið fullkomin í þessu lífi og ekki heldur að vandamál ykkar gufi upp með töfrum – því þau munu ekki gera það. Það þýðir heldur ekki að ykkur verði ekki áfram tamt að gera mistök. Að sigrast á heiminum, þýðir þó að viðspyrna ykkar gegn synd, mun aukast.“

Þegar við leggjum okkur fram við að láta af syndum okkar, líkt og faðir Lamonís konungs gerði, munum við komast að raun um að fórnin er alltaf þess virði til að þekkja Guð. Þegar við gerum það, verður líf hvers okkar að einhverju meiru en við fáum sjálf komið til leiðar.

Prenta