Líahóna
Sál mín þráði að vera þar
Júlí 2024


„Sál mín þráði að vera þar,“ Líahóna, júlí 2024.

Frá Síðari daga heilögum

Sál mín þráði að vera þar

Eftirlætis ritningarsaga barst sem svar við þrá minni að vera náin himneskum föður mínum og syni hans.

Síðari koma Jesú Krists

Síðari koman, eftir Harry Anderson

Einn daginn kom ég í musterið með spurningu í hjarta: „Himneski faðir, hvernig stend ég mig á vegi fagnaðarerindisins?“

Ég hafði fundið sérstaklega fyrir ófullkomleika mínum þá vikuna. Líkt og Nefí, þá fann ég fyrir byrðum syndanna sem umluktu mig svo auðveldlega. En eins og Nefí, þá vissi ég á hvern ég hafði sett traust mitt. (Sjá 2. Nefí 4:18–19.) Ég vonaðist eftir að það myndi minnka fjarlægðina sem ég skynjaði, er ég varði tíma með Drottni í húsi hans þennan morgun.

Ég hlustaði kostgæfið í setu musterisgjafarinnar og var þakklát fyrir styrkinn og þekkinguna sem hún veitti mér. En þegar ég fór inn í himneska herbergið, fann ég enn fyrir þunga í hjarta. Hvernig gat ég vitað hvar ég stæði frammi fyrir Drottni?

Ég sat og hugleiddi í nokkrar mínútur, en svo, er ég hugðist hætta, ætlaði ég að standa á fætur. En eitthvað togaði mig aftur niður og sökkti mér dýpra í sófann. „Ég vil ekki fara,“ hugsaði ég.

Ég litaðist um í herberginu og sá kunnuglegt málverk af Jesú Kristi umkringdan englum, með arma sína opna í átt að mér. Orð eftirlætis ritningarvers komu í huga mér: „Sál mín þráði að vera þar“ (sjá Alma 36:22).

Ég hef oft íhugað mikilvægi þessa vers í frásögn Alma. Í fyrstu fylltist Alma „ólýsanlegri skelfingu“ að standa frammi fyrir Guði, vegna synda sinna (Alma 36:14). En eftir að hann snéri sér til Krists, sá hann Guð umluktan englum og „sál [hans] þráði að vera þar“. Ég hef alltaf hrifist af fegurð þessara ritningarlegu andstæðna. Hin smávægilega viðleitni Alma til að líta til Drottins, hafði gríðarleg áhrif á hjarta hans.

Það rann upp fyrir mér að ég var ekki tilbúin að yfirgefa himneska herbergið því, eins og Alma, þráði sál mín að vera þar – bæði í musterinu þennan dag og að endingu með himneskum föður og Jesú Kristi í mínu himneska heimili. Heilagur andi notaði eftirlætis ritningarsöguna mína til að segja mér að Guð þekkti hjarta mitt. Ég var minnt á að þrátt fyrir ófullkomleika minn, meðtók Drottinn tilraunir mínar til að vera nálæg honum. Hann vissi að ég þráði að vera þar.