Líahóna
„Gerðu það, hjálpaðu henni“
Júlí 2024


„Gerðu það, hjálpaðu henni,“ Líahóna, júlí 2024.

Frá Síðari daga heilögum

„Gerðu það, hjálpaðu henni“

Ættarsaga og staðgengilsmusterisverk hjálpuðu mér að sigrast á tilfinningum þess að vera misheppnuð og einmana.

Ljósmynd
Manila-musterið, Filippseyjum

Ljósmynd af Manila-musterinu á Filippseyjum, eftir Russell Sun De La Cruz

Dag nokkurn í vinnunni, var ég niðurbrotin og einmana. Ég hélt að ég hefði brugðist áum mínum vegna þeirra miklu mistaka sem ég hafði gert. Ég sárbað himneskan föður um styrk.

Einni eða tveimur vikum seinna kom systir nokkur til mín eftir kirkju og spurði hvort ég væri Jenny Casama. Hún kynnti sig sem Michelle (Mich) Bautista, einn af musteris- og ættarsöguleiðbeinendum deildarinnar. Hún útskýrði að hana hefði dreymt draum þar sem þrjár konur, klæddar hvítu og hétu Casama, hefðu komið til hennar eftir hjálp. Þær sárbændu systur Bautista: „Gerðu það, hjálpaðu henni.“

Systir Mich áttaði sig á að þessar konur væru að biðja hana um að hjálpa ættingja þeirra – mér – að læra meira um musteris- og ættarsögustarf.

Systir Mich sagði við mig: „Látum okkur sjá hvort við getum fundið konurnar í ættartrénu þínu.“

Á vefsíðunni FamilySearch uppgötvuðum við skýrslur ömmu minnar Damasa Casama; systur hennar Emiliana Casama; og langömmu minnar Eugenia Casama. Við vissum án nokkurs vafa að þær væru konurnar úr draumnum. Ljúf friðartilfinning kom yfir mig og ég fann fyrir elsku áa minna á því augnabliki. Við grétum vegna þeirrar hamingju sem við fundum í hjörtum okkar. Ég fann að þeim þótti afar vænt um mig og ég fann einnig djúpa kærleikstilfinningu til þeirra.

Ég áttaði mig síðan á þeirri ábyrgð minni að hjálpa þeim og öðrum áum mínum við að meðtaka helgiathafnir musterisins. Áar okkar hafa beðið – sumir lengi – eftir því að við á jörðinni framkvæmum þessar helgiathafnir fyrir þá.

Síðar sama ár skírðist ég í musterinu fyrir þessa þrjá áa. Ég ber vitni um fegurð ættarsögustarfs og um kraftinn sem það færir í líf mitt.

Eins og Russell M. Nelson forseti sagði: „Þótt ættarsögu- og musterisstarf búi yfir krafti til að blessa þá sem handan eru hulunnar, býr það ekki síður yfir krafti til að blessa hina lifandi.“ Það hefur bætandi áhrif á þá sem helga sig því. Þeir hjálpa bókstaflega til við upphafningu skyldmenna sinna.“

Ég veit að kirkjan er sönn og að við getum ekki fullkomnast án áa okkar.

Prenta