Líahóna
Fyrir hverju getum við beðið?
Júlí 2024


„Fyrir hverju getum við beðið?“ Líahóna, júlí 2024.

Kom, fylg mér

Alma 33–34

Fyrir hverju getum við beðið?

Í Alma 33 og 34 er okkur kennt að við getum beðist fyrir hvar sem er, hvenær sem er, varðandi hvað sem er. Hér á eftir eru nokkur dæmi um einstaklinga sem biðjast fyrir í mismunandi aðstæðum.

Þegar þið lesið þessar upplifanir, íhugið þá hvernig þið hafið beðist fyrir „vegna hjarðanna úti á mörkum ykkar“ og „í herbergjum ykkar og í fylgsnum ykkar og í óbyggðum ykkar“ (Alma 34:25, 26).

Ljósmynd
karlmaður standandi í íþróttafötum

Alma Richards, sem var Síðari daga heilagur, komst í ólympíuliðið árið 1912.

Beðist fyrir á ólympíuleikum

Hástökkvarinn Alma Richards var í ólympíufrjálsíþróttaliðinu sem keppti 1912 í Stokkhólmi, Svíþjóð. Í keppninni voru aðrir keppendur slegnir út hver af öðrum, þar til aðeins Alma og einn annar stóðu eftir.

„Þegar Alma bjó sig undir stökkið, flaug hugur hans út um allt. Þarna var hann, fulltrúi lands síns við stærstu frjálsíþróttakeppni heims. Þó fannst honum hann veikburða, líkt og allur heimurinn hvíldi á herðum hans. Honum varð hugsað til Utah, fjölskyldu sinnar og heimabæjar síns. Hann hugsaði um BYU og hina heilögu. Hann laut höfði og bað Guð hljóðlega um styrk. ‚Ef það er rétt að ég eigi að vinna,‘ bað hann, ‚mun ég gera mitt besta til að vera góð fyrirmynd alla mína ævidaga.‘“

Alma sótti styrk frá Drottni, stökk og náði yfir háa rána. Þegar andstæðingi hans mistókst, vann Alma gullið.

Ljósmynd
karlmaður stekkur yfir rá í frjálsíþróttakeppni

Síðar var það vinur sem „stríddi honum fyrir að fara með bæn fyrir sigurstökkið. ‚Mér þætti vænt um að þú hlæðir ekki,‘ svaraði Alma hljóðlega. ‚Ég bað til Drottins til að hljóta styrk til að komast yfir rána og yfir fór ég.‘“

Beðist fyrir á götuhorni

Árið 1898 voru Inez Knight og Jennie Brimhall fyrstu einhleypu konurnar til að vera kallaðar sem systurtrúboðar fyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Stuttu eftir komu þeirra í trúboðið í Englandi, fóru konurnar tvær til Oldham til að prédika, í litlum iðnaðarbæ nærri Liverpool.

Ljósmynd
tvær trúboðssystur

Inez Knight og Jennie Brimhall báðu um hjálp í trúboðsþjónustu sinni í Englandi.

Hægri: Ljósmynd birt með leyfi Jennifer Whatcott Hooton

Systurnar tvær, trúboðsforseti þeirra og aðrir trúboðar komu saman kvöld eitt. „Þau mynduðu hring á fjölförnu götuhorni, fluttu bæn og sungu sálma þar til stór hópur hafði myndast umhverfis þau.“ Viðleitni þeirra bar svo mikinn árangur að trúboðsforsetinn „tilkynnti að sérstakur fundur yrði haldinn daginn eftir og hann bauð öllum að koma og hlýða á prédikanir ‚raunverulegra mormónakvenna‘“.

Bæn um ferðamáta

Sahr frá Bo, Síerra Leóne, ferðaðist til dreifbýlisins með leigumótorhjóli til að færa öldruðum foreldrum sínum nauðsynleg lyf. Hann dvaldi lengur en áætlað var til að hjálpa foreldrum sínum að gera við þakið þeirra, sem hafði skemmst í óveðri. Þegar það hafði verið lagfært, var byrjað að rökkva.

Vegna þess að seint var orðið, var ólíklegt að leigumótorhjól ætti leið hjá. Sahr varð áhyggjufullur. Án leigumótorhjóls neyddist hann til að ferðast fótgangandi, sem tæki ekki bara langan tíma heldur yrði mögulega hættulegt. Það var ekki mögulegt fyrir hann að vera áfram hjá foreldrum sínum, þar sem hann þurfti að mæta snemma í vinnu næsta morgun. Auk þess vildi hann ekki skilja ung börn sín eftir ein yfir nótt.

Það virtist örlítið skrýtið að biðjast fyrir um leigumótorhjól, en Sahr bað Guð að hjálpa sér að komast heim. Nokkrum mínútum seinna birtist leigumótorhjól sem hafði skutlað einhverjum á þetta annars rólega svæði. Sahr klifraði þakklátur á hjólið og fannst hann blessaður að geta komist heim í tíma til að halda vinnuskuldbindingar sínar og vernda fjölskyldu sína.

Beðist fyrir um breytta áætlun

Bróðir Miguel Troncoso frá Santa Cruz, Argentínu, hlakkaði til að heyra öldung Carlos H. Amado, af hinum Sjötíu, flytja ræðu í stikunni sinni. En öldungur Amado átti að tala á þriðjudagskvöldi og bróðir Troncoso, sem var grunnskólakennari, þurfti að kenna námsbekk það kvöldið. Ákveðin í að sækja fundinn, báðu hann og fjölskylda hans um hjálp.

Bróðir Troncoso sagði þetta um upplifun sína:

„Daginn fyrir ráðstefnuna fann ég hvatningu til að ræða við skólastjórann um að yfirgefa svæðið 20 mínútum fyrr en áætlað var. … Áður en ég gat komið upp orði, spurði hún mig hvort mér væri sama ef þriðjudagskennslan yrði færð fram um tvær klukkustundir. …

„Hvílík blessun sem þetta var fyrir okkur. Við mættum snemma á fundinn og fundum fyrir andanum í návist eins þjóna Drottins. … Þar að auki öðluðumst við vitnisburð sem fjölskylda að himneskur faðir þekkir þrár okkar og heyrir bænir okkar.“

Heimildir

  1. Sjá Saints: The Story of the Church of Jesus Christ in the Latter Days, bindi 3, Boldly, Nobly, and Independent, 1893–1955 (2022), 156–59. Fleiri atriði um upplifun hans er hægt að finna í „Alma Richards: Ólympíufari 1912“ (netgrein), Liahona, jan. 2022, Gospel Library.

  2. Sjá Saints, 3:63–64.

  3. Miguel Troncoso, „We Turned to Prayer,“ Liahona, mars 2011, 69.

Prenta