„Kveðja frá Vanúatú!“ Barnavinur, maí 2024, 12–13.
Kveðja frá Vanúatú!
Lærið um börn himnesks föður víða um heim.
Vanúatú er hitabeltiseyríki í Kyrrahafinu. Meira en 300 þúsund manns búa þar!
Tungumál
Bislamamál, enska og franska eru opinberu tungumálin. Næstum allir tala bislamamál!
Mormónsbók
Mormónsbók var þýdd á bislamamál árið 2004. Síðan þá hafa fleiri en 8000 manns gengið í kirkjuna í Vanúatú!
Hitabeltiseyja
Vanúatú er þekkt fyrir fallegar strendur og tært blátt vatn. Sumar strandanna eru jafnvel með svartan sand!
Litríkir peningar
Vanúatú er með mjög litríka peninga sem sýna myndir af lífinu á eyjunum og gróðri og dýrum sem búa þar.
Myndskreyting: Anna Oldroyd