Barnavinur
Um hvað hugsarðu?
Maí 2024


„Um hvað hugsarðu?“ Barnavinur, maí 2024, 38.

Um hvað hugsarðu?

Hvernig veit ég að það er heilagur andi eða ég?

– Knúinn frá Paris

Kæri Knúinn,

Heilagur andi kann að vera að leiða þig meira en þú heldur. Ef þú hefur verið skírður og staðfestur og ert að gera þitt besta til að halda boðorðin, þá mun „andi hans … ætíð [vera] með [þér]“ (Kenning og sáttmálar 20:77). Hvernig geturðu samt fundið það?

Heilagur andi leiðir okkur til „góðra verka“ (Kenning og sáttmálar 11:12) og hjálpar okkur að „vita sannleiksgildi allra hluta“ (Moróní 10:5). Ef þið fáið hvatningu til að gera gott eða kærleikstilfinningu til frelsarans, þá er það líklega frá heilögum anda.

Heilagur andi notar oftast ekki háværa rödd eða sendir ykkur mjög sterkar tilfinningar. Þær eru hljóðar og friðsælar. Það getur tekið smá þjálfun að fylgja heilögum anda.

Þið getið gert þetta!

Barnavinur

Hugsanir og tilfinningar frá heilögum anda lýsa upp veg okkar aftur til himnesks föður. Litið hverja ljósaperu er þið lesið um nokkrar leiðir sem heilagur andi getur hjálpað ykkur.

Heilagur andi getur …

  • fyllt mig af elsku, gleði, frið, trú og von.

  • veitt mér hugmyndir um að hjálpa og þjóna.

  • hjálpað mér að muna eftir góðum hlutum.

  • hjálpað mér að vita hvað er sannleikur.

  • hjálpað mér að skilja það sem ég læri.

Ljósmynd
PDF-saga

Prenta