„Hver er Benjamín konungur?“ Barnavinur, maí 2024, 24–25.
Lærið um Mormónsbók
Hver er Benjamín konungur?
Benjamín konungur var spámaður Guðs og réttlátur konungur. Hann safnaði fólki sínu saman til að kenna því. Hann stóð í turni svo fleira fólk gæti heyrt í honum. Fólkið setti upp tjöld umhverfis turninn til að hlusta. Það var líkt og aðalráðstefna!
Benjamín konungur kenndi að Jesús Kristur myndi fæðast á jörðina. Jesús Kristur myndi vinna kraftaverk. Hann myndi þjást og deyja fyrir syndir allra manna. Hann myndi þá rísa upp svo að við gætum öll lifað á ný!
Benjamín konungur bauð fólki að taka á sig nafn Krists. Það þýðir að það gerði sáttmála eða loforð um að fylgja Guði og halda boðorð hans.
Í dag sýnum við það líka að við séum fús til að taka á okkur nafn Krists þegar við skírumst.
Ritningaráskorun
-
Eftir að fólkið hlustaði á Benjamín konung, hvern gerði það sáttmála við? (Mósía 5:5)
-
Hvað sagði Abinadí Nóa konungi að hann yrðu að gera til að frelsast? (Mósía 12:33)
-
Eftir að Alma og Helam komu upp úr vatninu, voru þeir fylltir hverju? (Mósía 18:14)
Ég get lesið Mormónsbók!
Litið hluta myndarinnar eftir lesturinn. Þið getið lesið þessar ritningar, sem tengjast lestri hverrar viku í Kom, fylg mér.
-
Vika 1: Mósía 4:9
-
Vika 2: Mósía 7:19
-
Vika 3: Mósía 16:9
-
Vika 4: Mósía 18:8–10