Barnavinur
Hver er Benjamín konungur?
Maí 2024


„Hver er Benjamín konungur?“ Barnavinur, maí 2024, 24–25.

Lærið um Mormónsbók

Hver er Benjamín konungur?

Benjamín konungur á turninum

Benjamín konungur var spámaður Guðs og réttlátur konungur. Hann safnaði fólki sínu saman til að kenna því. Hann stóð í turni svo fleira fólk gæti heyrt í honum. Fólkið setti upp tjöld umhverfis turninn til að hlusta. Það var líkt og aðalráðstefna!

Jesús Kristur

Benjamín konungur kenndi að Jesús Kristur myndi fæðast á jörðina. Jesús Kristur myndi vinna kraftaverk. Hann myndi þjást og deyja fyrir syndir allra manna. Hann myndi þá rísa upp svo að við gætum öll lifað á ný!

Fólk hlustar á Benjamín konung

Benjamín konungur bauð fólki að taka á sig nafn Krists. Það þýðir að það gerði sáttmála eða loforð um að fylgja Guði og halda boðorð hans.

drengur að skírast

Í dag sýnum við það líka að við séum fús til að taka á okkur nafn Krists þegar við skírumst.

Ritningaráskorun

  • Eftir að fólkið hlustaði á Benjamín konung, hvern gerði það sáttmála við? (Mósía 5:5)

  • Hvað sagði Abinadí Nóa konungi að hann yrðu að gera til að frelsast? (Mósía 12:33)

  • Eftir að Alma og Helam komu upp úr vatninu, voru þeir fylltir hverju? (Mósía 18:14)

Ég get lesið Mormónsbók!

Litið hluta myndarinnar eftir lesturinn. Þið getið lesið þessar ritningar, sem tengjast lestri hverrar viku í Kom, fylg mér.

PDF-saga

Myndskreyting: Simini Blocker