Barnavinur
Kom, fylg mér – Verkefni
Maí 2024


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, maí 2024, 28–29.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!

Ganga í fótspor hans

Ljósmynd
Barn að strika út fót

Fyrir Mósía 4–6.

Mósía konungur hélt boðorðin og „gekk á vegum Drottins“ (Mósía 6:6). Dragið útlínur fótar ykkar á blað og klippið síðan út. Skrifið á fótsporið eitthvað sem þið getið gert til að fylgja Jesú. Setjið fótspor ykkar þar sem þið getið munað eftir því að fylgja fordæmi Jesú Krists.

Fylgið spámanninum

Ljósmynd
Stúlka situr við skrifborð og teiknar

Fyrir Mósía 7–10.

Ammon kenndi að spámenn geti séð óséða hluti (sjá Mósía 8:16–17). Flettið á blaðsíðu 2 til að lesa boðskap Nelsons forseta frá aðalráðstefnu. Hvað kenndi hann okkur? Teiknið mynd af því og sendið okkur hjá Barnavini.

Ljós í myrkrinu

Ljósmynd
Börn með vasaljós

Fyrir Mósía 11–17

Abinadí kenndi að Jesú Kristur er „óendanlegt ljós, sem aldrei getur myrkvast“ (Mósía 16:9). Felið hlut í húsinu. Slökkvið öll ljós og hvetjið þau til að finna hann í myrkrinu. Felið síðan hlutinn og reynið að finna hann með ljósin kveikt eða með vasaljós. Hvort var auðveldara? Hvernig hjálpar Jesús okkur eins og ljósin hjálpuðu ykkur?

Hjörtu fléttuð í einingu

Ljósmynd
Börn með pappírshjörtu

Fyrir Mósía 18–24.

Alma kenndi okkur að „hjörtu [okkar] skyldu tengd böndum einingar og elsku“ (Mósía 18:21). Það þýðir að við ættum að vinna saman og sýna hvert öðru elsku. Búið til hjartakeðju til að minna ykkur á! Klippið út nokkur pappahjörtu og skrifið nöfn fjölskyldumeðlima á hvert og eitt þeirra. Gerið gat í hvert hjarta og þræðið band í gegnum þau svo að hjörtun séu tengd. Hengið upp hjartakeðjuna þar sem þið getið séð hana oft!

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Katy Dockrill

Prenta