„Ritningarsögutími,“ Barnavinur, maí 2024, 30–31.
Ritningarsögutími
„Er einhver með bók sem þeir vilja að ég lesi í dag?“ spurði herra Otoo.
Þessi saga gerðist í Gana.
„Það er lestrarstund,“ sagði herra Otoo.
Nyameye reisti sig upp. Lestrarstundin var skemmtileg!
Á hverjum degi las kennari þeirra bók upphátt fyrir bekkinn. Stundum las hann um dýr. Stundum las hann um fólk í öðrum löndum. Og stundum spurði hann bekkinn ef einhver væri með bók sem hann vildi láta lesa.
„Er einhver með bók sem þeir vilja að ég lesi í dag?“ spurði herra Otoo.
Nyameye rétti upp hönd. „Já, ég!“ Hann teygði sig ofan í tösku sína og dró út uppáhaldsbókina sína. Það var Sögur úr Mormónsbók! Hann kom með hana til að lesa í á meðan hann beið eftir að móðir hans sækti hann. Það hjálpaði honum að skilja sögurnar úr ritningunum betur er hann skoðaði myndirnar.
Herra Otoo brosti þegar hann sá stóru bókina. „Við munum ekki hafa tíma til að lesa hana alla. Er það sérstakur kafli sem þú myndir vilja að ég læsi?“
„Já,“ svaraði Nyameye. Hann fletti í gegnum blaðsíðurnar þar til að hann fann eftirlætissöguna sína. „Geturðu lesið þessa? Hún heitir draumur Lehís.‘“
„Um hvað er þessi saga?“ spurði herra Otoo.
„Hún er um spámann sem sá sýn. Hann sá fallegt tré með girnilegum ávexti.“ Nyameye benti á mynd af trénu. „Hann langaði til að fjölskylda hans myndi neyta ávaxtarins með honum. Viltu lesa hana?“ Nyameye rétti kennara sínum bókina.
„Að sjálfsögðu,“ sagði herra Otoo. Svo byrjaði hann að lesa upphátt. Hann las um hinn þrönga veg sem liggur að trénu. Hann las um járnstöngina. Og hann las um það að halda boðorðin.
Selorm, vinur Nyameye rétti upp hönd sína. „Hvernig tré var það?“ spurði hann Nyameye.
„Ég veit það ekki,“ sagði Nyameye. „En ávöxturinn var svo góður. Það hlýtur að hafa verið jafnvel betra en mangótré!“ Síðan stoppaði Nyameye og hugsaði sig um. „Í kirkju lærði ég að ávöxturinn tákni elsku Guðs. Þá er það skiljanlegt að hann hafi verið svo bragðgóður og sérstakur!“
Þegar kennslustundinni lauk sat Nyameye fyrir utan og beið eftir móður sinni. Hann dró út sögubók sína um Mormónsbók til að lesa aðeins meira.
„Þetta var flott saga,“ sagði Selorm. Hann sat við hlið Nyameye. „Má ég lesa aðra með þér?“
„Já!“ Nyameye fletti upp á annarri sögu. Þeir lásu um Abinadí og Nóa konung.
Fleiri bekkjarfélagar þeirra komu til að hlusta á. Þegar þeir voru með spurningar þá svaraði Nyameye þeim. Hann spurði þá jafnvel spurninga til að prófa þá út úr sögunum sem þeir lásu!
Brátt sá Nyameye móður sína er hún gekk í átt til þeirra. „Takk fyrir að lesa með mér,“ sagði hann við hina krakkana. Hann lokaði bókinni og brosti. Hann var glaður að vinir hans kunnu jafn mikið að meta uppáhaldssögur hans og hann sjálfur.