Barnavinur
Ráðstefnupunktar
Maí 2024


„Ráðstefnupunktar,“ Barnavinur, maí 2024, 5.

Ráðstefnupunktar

Skuldbindingar vegna sáttmála

Dallin H. Oaks

Oaks forseti kenndi að sáttmáli væri skuldbinding um að gera ákveðna hluti. Læknar og slökkviliðsmenn gera til dæmis sáttmála um að þjóna fólki í samfélagi sínu. Þegar við gerum sáttmála við himneskan föður, eins og þegar við skírumst, lofum við að þjóna honum og hlýða boðorðum hans. Hann blessar okkur þegar við höldum sáttmála okkar.

Þetta kennir mér:

Slökkviliðshjálmur og hlustunarpípa

Haldið róðrinum áfram

Dale G. Renlund

Öldungur Renlund sagði frá kajaksiglingu þar sem hann reri langt á undan fjölskyldu sinni. Þegar hann stoppaði, velti alda honum í vatnið. Leiðsögumaðurinn sagði honum að halda áfram að róa, svo hann myndi halda áfram og ekki falla. Ef við höldum áfram að „róa“ í átt að frelsaranum, getum við verið örugg.

Þetta kennir mér:

Kajak og árar

Að öðlast vitnisburð

Mark L. Pace

Pace forseti sagði frá því að móðir hans hefði spurt hvort hann vissi sjálfur þegar hann var 11 ára gamall að fagnaðarerindið væri sannleikur. Hann ákvað að lesa Mormónsbók og biðjast fyrir til að vita það. Þegar hann gerði það, skynjaði hann ró og frið frá heilögum anda. Þetta hjálpaði honum að öðlast sinn eigin vitnisburð.

Þetta kennir mér:

Opin bók

Fimm steinar

Andrea Muñoz Spannaus

Systir Spannaus sagði söguna um Davíð og Golíat. Rétt eins og Davíð hafði fimm steina til að berjast við Golíat, þá eru fimm „steinar“ sem hjálpa ykkur að takast á við áskoranir lífsins. Þeir eru elska til Guðs, trú á Jesú Krist, vitneskjan um að þið séuð barn Guðs, dagleg iðrun og aðgangur að krafti Guðs.

Þetta kennir mér:

Slöngva og steinar
PDF-saga

Myndskreyting: Josh Talbot