Barnavinur
Miðla elsku Guðs
Maí 2024


„Miðla elsku Guðs,“ Barnavinur, maí 2023, 32–33.

Miðla elsku Guðs

Thais vissi ekki hvað hún ætti að segja eða gera en langaði til að hjálpa.

Þessi saga gerðist í Bólivíu.

Þetta var heitur morgunn. Thais og vinkona hennar Claudia töluðu og hlógu er þær gengu yfir fótboltavöllinn. Þær voru nýbúnar í leikfimitíma og nú voru þær á leið í stærðfræði.

Yngri börnin voru í frímínútum. Thais horfði á þau leika sér.

Þá sá hún litla telpu þar sem hún sat ein á tröppunum. Þegar þær komu nær, sá Thais að hún var grátandi.

Ung telpa grætur á tröppum

Thais veifaði Claudiu að koma að litlu stúlkunni.

Claudia hnykklaði brýrnar og hristi höfuðið. „Við verðum seinar.“

Áður en Thais gat sagt neitt, gekk Claudia í burtu.

Thais leit á litlu telpuna. Hún var um fimm ára gömul. Andlit hennar var falið á milli hnjánna og hún hélt höndunum yfir höfði sér.

Thais settist við hlið hennar. Stúlkan færði sig aðeins frá.

Eldri stúlka setur hönd á öxl yngri telpu.

„Er allt í lagi?“ spurði Thais mildilega.

Telpan svaraði engu. Thais var ekki viss um hvað hún ætti að segja eða gera.

„Get ég hjálpað þér?“ spurði hún næst.

Telpan yppti öxlum.

“Ég heiti Thais. Hvað heitir þú?“

Að lokum leit telpan upp á Thais. „Nicol.“

„Hvers vegna græturðu, Nicol?“

„Það stríða mér allir á því að ég sé smá búlduleit,“ sagði hún á milli grátkastanna.

Thais þurrkaði andlit Nicol. „Það var leitt þau skyldu segja það. Það skiptir engu hvað fólki finnst.“

„Þau segja að ég sé ekki falleg.“

„Ja, mér finnst þau hafa rangt fyrir sér!“ sagði Thais brosandi. „Þú ert mjög falleg og einnig mjög sérstök. Vissir þú það?“

Thais hugsaði um eitt af uppáhaldssöngvum sínum úr Barnafélaginu. Nú vissi hún hvað hún ætti að segja.

„Þú ert barn Guðs,“ sagði Thais og tók í hönd telpunnar.

Eldri stúlka heldur í hönd yngri telpu

Thais talaði smá stund við Nicol. Hún útskýrði hve mikilvæg Nicol væri himneskum föður, fjölskyldu hennar og mörgum öðrum sem elskuðu hana heitt. Smátt og smátt fór Nicol að brosa.

Eftir nokkrar mínútur stóð Nicol upp og faðmaði Thais þétt að sér. „Takk,“ sagði hún.

Thais horfði á nýja vinkonu sína hlaupa burt með breitt bros. Það gaf henni góða tilfinningu að hjálpa Nicol að líða betur og vita hve mikið Guð elskaði hana.

Þá stökk Thais líka á fætur. Það er eins gott að ég hlaupi eins og Nicol eða ég verð sein í stærðfræði! hugsaði hún brosandi er hún flýtti sér í tíma.

Yngri telpa hleypur glöð burt
PDF-saga

Myndskreyting: Flavio Remontti