Barnavinur
Skákvinátta
Maí 2024


„Skákvinátta,“ Barnavinur, maí 2024, 14–15.

Skákvinátta

Hvernig gætu þeir teflt ef þeir skilja ekki hvorn annan?

Þessi saga gerðist í Þýskalandi.

„Nú er sólskin mér í sál í dag!“ söng Matvii. Mamma hans og bróðir hans Tymofii sungu með honum. Það var myrkur fyrir utan bílgluggann. En söngurinn hjálpaði til við að láta allt virðast aðeins bjartara.

Það var ógnvekjandi tími fyrir Matvii og fjölskyldu hans. Þau voru að flytja til Þýskalands vegna þess að heimili þeirra var ekki lengur öruggt. Þau höfðu ferðast í tvo daga og voru næstum því komin á leiðarenda. Biskupinn hér í Þýskalandi var að keyra þau á dvalarstað.

Matvii var glaður að himneskur faðir hjálpaði þeim að komast örugglega til Þýskalandi. Hann saknaði samt pabba. Hann varð að vera eftir í landi þeirra vegna stríðs. Matvii hafði miklar áhyggjur af honum.

Biskupinn lagði bílnum fyrir utan hús. „Velkomin heim til mín.“

Matvii greip töskuna sína og fylgdi fjölskyldu sinni inn. Það var hljótt. Fjölskylda biskupsins hlýtur að hafa verið farin að sofa.

„Þið getið verið í herbergi Mats og Lore á meðan þið dveljið hér,“ sagði biskupinn.

„Bíddu,“ sagði mamma. „Þau þurfa ekki að eftirláta herbergi sín fyrir okkur.“

Biskupinn brosti. „Þau er fús að gera það. Við viljum að ykkur líði vel.“

Mamma kinkaði kolli. „Takk fyrir.“

Morguninn eftir fóru Matvii og Tymofii inn í eldhús í morgunmat. Biskupinn sat við borðið með dreng og stúlku. Þau litu ekki út fyrir að vera mikið eldri en Matvii.

„Þetta eru börnin mín, Mats og Lore,“ sagði biskupinn.

„Gaman að hitta ykkur,“ sagði Tymofii.

Mats og Lore virtust örlítið ráðvillt.

„Þau tala ekki tungumál ykkar,“ sagði biskupinn. „En ég er viss um að þið verðið í góðum höndum.“

Matvii hnykklaði brýrnar. Hvernig gætu þau orðið vinir ef þau skildu ekki hvert annað? Honum fannst sem sólskinið sem hann hafði sungið um kvöldið áður, væri farið.

Eftir matinn sýndu Mats og Lore þeim leikherbergi. Tvö yngri börn voru að leika við leikföng. Matvii þóttist vita að þau væru yngri systkin Mats og Lore.

Mats sagði eitthvað. Það hljómaði eins og spurning en Matvii vissi ekki hvað hann sagði. Mats settist og opnaði pakka af spilum. Hann raðaði þeim í bunka. Síðan tóku hann og Lore upp spilin sín. Matvii langaði að spila. Hann vissi bara ekki hvernig!

Mats lagði spilin niður og leit á Matvii. Hann sagði eitthvað aftur.

Matvii langaði að gráta. Hann vildi ekki búa í Þýskalandi ef hann gæti ekki skilið neinn.

Lore sagði eitthvað við Mats og hljóp svo að skápnum. Hún kom aftur og setti nýtt spil á gólfið.

Matvii þekkti þetta spil. Trékallarnir voru líkir því sem hann átti heima. Þetta var skák! Hann hafði teflt við pabba svo klukkustundum skipti. Matvii kinkaði glaður kolli. Hann kunni að leika þennan leik.

Lore brosti breitt og byrjaði að setja upp leikmennina.

Matvii færði peðið sitt um tvo reiti og horfði á er Lore færði riddarann sinn. Þá færði Matvii biskupinn sinn að riddara Lore. Hann og Tymofii fögnuðu. Lore gaf frá sér hljóð pirrings, en hún brosti.

Ljósmynd
Börn tefla

Þau tefldu lengi. Brátt voru þau farin að hlægja. Þau skildu ekki orð hvers annars en skemmtu sér samt.

Næstu vikurnar fundu þau aðra leiki sem þau þekktu öll. Þau spiluðu fótbolta úti með öðrum þýskum börnum. Matvii lærði líka nokkur orð í þýsku. Stundum gerði hann mistök, en hann hélt áfram að reyna.

Matvii saknaði samt pabba síns og heimilis síns. Hann var samt þakklátur himneskum föður fyrir að hjálpa honum að eignast nýja vini.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreytingar: Hannah Li

  • Sálmar, nr. 87.

Prenta