Barnavinur
Hittið Öldung Patrick Kearon
Maí 2024


„Hittið öldung Patrick Kearon,“ Barnavinur maí 2024, 7.

Nýr postuli kallaður

Hittið Öldung Patrick Kearon

Aðlagað úr Trent Toone, „The ‚beautiful‘ and ‚stretching‘ life experiences that prepared Elder Kearon to be an Apostle,“ Church News, 23. jan. 2024.

Ljósmynd
Patrick Kearon

Öldungur Patrick Kearon er nýjasti meðlimurinn í Tólfpostulasveitinni! Hann er fæddur og uppalinn á Englandi. Hann og fjölskylda hans bjuggu einnig í Sádi-Arabíu á meðan faðir hans hafði vinnu þar. Hann var kallaður sem postuli 7. desember 2023.

Þegar öldungur Kearon var ungur maður hitti hann trúboða frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í London, en hafði ekki áhuga á boðskap þeirra. Seinna fóru trúboðarnir að kenna honum um fagnaðarerindið og hann fann fyrir heilögum anda. Öldungur Kearon hlaut prestdæmisblessun á þeim tíma sem hann var að læra meira um kirkjuna. Hann sagði það hafa verið dásamlega reynslu sem hjálpaði honum að ákveða að ganga í kirkjuna. Hann skírðist á aðfangadagskvöldi þegar hann var 26 ára gamall.

Öldungur Kearon og eiginkona hans, Jennifer, eiga fjögur börn. Fyrsta barn þeirra dó sem ungabarn. Þetta var mikill sorgartími fyrir öldung og systur Kearon. Það hjálpaði þó við að styrkja trú þeirra á upprisuna og fagnaðarerindi Jesú Krists. Öldungur Kearon var kallaður sem aðalvaldhafi Sjötíu árið 2010. Hann hefur unun af því að sjá meðlimi kirkjunnar hjálpa fólki í neyð um allan heim.

Öldungur Kearon er þakklátur fyrir sáluhjálparáætlunina. Hann veit að við getum ætíð fundið elsku himnesks föður og frelsarans, jafnvel á tímum erfiðleika.

Ljósmynd
Öldungur Patrick Kearon og systir Jennifer Kearon

Prenta