„Hvað er skírn og staðfesting?“ Barnavinur, maí 2024, 46–47.
Helstu trúarreglur
Hvað er skírn og staðfesting?
Myndskreyting: Apryl Stott
Jesús Kristur var skírður. Eftir að þið verðið átta ára getið þið líka skírst!
Þegar þið eruð skírð fer allur líkaminn undir vatnið. Það minnir okkur á að syndir og slæmar ákvarðanir geta hreinsast burt fyrir Jesú Krist.
Þið lofið himneskum föður að þið munið gera ykkar besta til að fylgja boðorðum hans.
Eftir skírn kemur staðfestingin. Það er þá sem þið hljótið gjöf heilags anda. Það þýðir að heilagur andi getur alltaf verið hjá ykkur! Hann getur hjálpað ykkur að fylgja fordæmi Jesú.