„Máttur musterisins,“ Barnavinur, maí 2024, 2-3.
Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum
Máttur musterisins
Tekið úr „Fagnið yfir gjöf prestdæmislykla,“ aðalráðstefna, apríl 2024.
Í mars keypti Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu Kirtland-musterið. Þetta musteri var mikilvægur hluti endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists.
Hinn 3. apríl 1836 birtist Jesús Kristur Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland-musterinu. Frelsarinn tók á móti musterinu sem húsi sínu. Hann lofaði síðan: „Af miskunn mun ég opinbera mig fólki mínu í þessu húsi“ (Kenning og sáttmálar 110:7). Þetta loforð á við um öll musteri á okkar tíma.
Í musterinu getið þið hlotið svar við bæn. Þið getið líka hlotið trú, styrk, huggun, þekkingu og kraft. Stundir í musterinu munu hjálpa ykkur að hugsa himneskt og sjá hver þið í raun eruð og hver þið getið orðið. Það mun hjálpa ykkur að skilja hvernig þið passið inn í hina undursamlegu áætlun Guðs. Ég lofa ykkur þessu.
Kirtland-musterið
Úrklippuverkefni
Klippið meðfram útjaðri Kirtland-musterisins. Brjótið síðan saman brotalínurnar og límið hliðarnar og þakið saman.
Hvað er Kirtland musterið?
Kirtland-musterið var byggt í Kirtland, Ohio, Bandaríkjunum, árið 1836. Það var fyrsta musteri hinnar endurreistu kirkju.
Síðar þurftu meðlimir kirkjunnar að yfirgefa það til að flytja vestur. Önnur kirkja sá um bygginguna í mörg ár. Nýlega keypti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu musterið.