Barnavinur
Hrein á ný
Maí 2024


„Hrein á ný,“ Barnavinur, maí 2024, 18–19.

Hrein á ný

Ég gat ekki einu sinni valið rétt einn dag! hugsaði Emily.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Emily stóð í vatninu með pabba og brosti. Hún hafði beðið þessa dags í margar vikur! Hjarta hennar sló hratt því hún hafði aldrei áður farið í kaf. Hún var samt svo spennt að láta skírast eins og Jesús Kristur hafði gert.

Hún lokaði augunum og hlustaði á pabba er hann fór með skírnarbænina. Því næst tók hún fyrir nefið, lokaði augunum og beygði sig í hnjánum er pabbi dýfði henni ofan í vatnið.

Pabbi lyfti henni fljótt upp aftur og vatnið rann af henni. Emily varð að þurrka það úr augum sínum, en hún brosti. Henni fannst hún öðruvísi núna. Ný tilfinning gleði fyllti hana. Hana langaði að halda alltaf í þá tilfinningu!

Ljósmynd
Stúlka skírð

Pabbi faðmaði hana þétt að sér. Ég veit hvernig að viðhalda þessari góðu tilfinningu, hugsaði Emily. Það eina sem ég þarf að gera er að velja rétt og vera eins og Jesús Kristur! Hún var sannfærð um að hún gæti það.

Þegar þau komu heim flýtti Emily sér úr bílnum upp að útidyrunum. Það gerði fjögurra ára bróðir hennar líka. Um leið og Emily kom að dyrunum og byrjaði að opna þær, greip Jonah í pilsið hennar og togaði hana fast til baka.

„Ekki!“ hrópaði Emily. Hún togaði pilsið úr höndum hans. Síðan stóð hún fyrir honum svo hann kæmist ekki fyrstur inn. Hún var svo reið!

Ljósmynd
Stúlka hrópar á lítinn bróður

Skyndilega fraus hún. Hræðileg tilfinning fyllti hana. Hún steig til hliðar og leyfði Jonah að hlaupa inn.

„Fyrirgefðu!“ hrópaði hún á eftir honum. Hún hafði tekið ranga ákvörðun. Frelsarinn hefði ekki hrópað á Jonah. Hvernig gat henni hafa mistekist svona fljótt? Nýja gleðitilfinningin hennar var horfin.

Ég hef eyðilagt þetta, hugsaði hún. Ég gat ekki einu sinni valið rétt einn dag!

Daginn eftir var sunnudagur. Þegar Emily var að taka sig til fyrir kirkju, hugsaði hún um það hvernig hún hafði hrópað á Jonah. Henni leið enn mjög illa.

Á sakramentissamkomunni bað biskupinn Emily um að koma upp að púltinu. Það átti að staðfesta hana. Það þýddi að hún myndi fá gjöf heilags anda. Hún settist á stól. Pabbi setti hendur sínar blíðlega á höfuð hennar.

Ljósmynd
Stúlka fær blessun staðfestingar

Emily lokaði augunum er pabbi byrjaði. Hún heyrði hann segja orðin: „Meðtak hinn heilaga anda.“

Emily hélt áfram að hlusta.

„Emily, þú skalt ávallt muna að vegna Jesú Krists getur þú iðrast þegar þú tekur rangar ákvarðanir,“ sagði pabbi. „Í hvert sinn sem þú meðtekur sakramentið getur þú hugsað um þá sáttmála sem þú gerðir þegar þú varst skírð. Þú getur lofað því aftur að fylgja honum.“

Eftir að pabbi lauk bæninni var Emily glöð og friðsæl. Hún vissi að heilagur andi væri að segja henni að allt yrði í lagi. Það var allt í lagi að hún væri ekki fullkomin. Vegna Jesú Krists og friðþægingar hans, gæti hún iðrast og hlotið fyrirgefningu! Hún var leið yfir að hafa hrópað á Jonah og himneskur faðir vissi að hún myndi halda áfram að reyna.

Emily brosti breitt þegar hún og pabbi gengu aftur í sæti sín. Sakramentið var næst og Emily hlakkaði til þess.

Ljósmynd
Sakramentisbakki
Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Audrey Day

Prenta