„Ákvörðun sunnudagsins,“ Barnavinur, júlí 2024, 4–5.
Ákvörðun sunnudagsins
„Hvað er sakramentið?“ Spurði Aníta.
Þessi saga gerðist á Íslandi.
„Hærra!“ sagði Evolett við vinkonu sína Anítu. Þær voru að reyna að sjá hversu hátt þær gætu hoppað á trampólíninu hennar Evolett.
Á því augnabliki hoppaði Aníta mjög hátt. Þegar hún lenti aftur, flaug Evolett upp! Báðar stúlkurnar féllu niður á trampólínið. Þær hlógu.
„Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Aníta. „Getum við leikið okkur aftur á morgun?“
Evolett velti sér á bakið. „Jahá! Ég myndi gjarnan vilja það!“
„Við getum leikið okkur heima hjá ömmu.“ Amma hennar Anítu bjó örfáum húsum frá Evolett.
Þá mundi Evolett að daginn eftir væri sunnudagur. Hún vildi fara í Barnafélagsbekkinn. Það væri gaman að leika við Anítu, en henni langaði að taka góðar ákvarðanir.
„Ég mundi allt í einu að ég get það ekki,“ sagði Evolett. „Mér þykir það leitt. Ég er að fara til kirkju með fjölskyldunni á morgun.“
Aníta stóð upp og skoppaði aftur. „Af hverju?“
Evolett byrjaði að hoppa líka. „Vegna þess að ég vil fylgja Jesú Kristi. Fjölskyldan mín fer í kirkju á hverjum sunnudegi til að læra um hann og meðtaka sakramentið.“
„Hvað er sakramentið?“ Spurði Aníta.
„Það er þegar við borðum lítinn brauðbita og drekkum lítinn bolla af vatni til að minnast Jesú Krists,“ sagði Evolett. „Síðan talar fólk um hvernig Jesús hjálpar þeim. Þar á eftir er sérstök Barnafélagskennsla fyrir krakka!“
„Það hljómar skemmtilegt!“ sagði Aníta. „Má ég koma með?“
„Endilega!“ Evolett brosti.
Aníta hljóp heim til að spyrja ömmu sína hvort hún mætti fara í kirkju með Evolett. Morguninn eftir sóttu Evolett og fjölskylda hennar Anítu á leið sinni í kirkju.
Þegar þau komu í kirkju, sýndi Evolett Anítu kirkjuna. Hún sýndi henni Barnafélagsherbergið, leikfimissalinn og kapelluna.
Brátt hófst sakramentissamkoman. Evolett og Aníta sátu saman. Evolett reyndi að hugsa um Jesú Krist meðan á sakramentinu stóð. Svo hlustuðu þau á ræðurnar.
Svo var komið að Barnafélagsbekknum! Evolett kynnti Anítu fyrir nokkrum vinum.
„Þetta er Aníta vinkona mín,“ sagði Evolett.
„Við erum svo glöð að þú komst í dag. Ég er systir Magnusson“ sagði Barnafélagskennarinn.
Þegar Evolett og Aníta hlustuðu á kennsluna um Jesú Krist, var Evolett glöð innra með sér. Henni líkaði að vera í kirkjunni með Anítu. Hún snéri sér við og brosti til Anítu. Vinkona hennar brosti til baka.
„Takk fyrir að bjóða mér,“ sagði Aníta á heimleiðinni.
Evolett var glöð að geta fylgt Jesú Kristi. Hún var líka glöð að Aníta vildi líka læra um hann.
Það var gaman að hoppa á trampólíninu og fljúga í loftinu, en þessi hlýja tilfinning sem Evolett fann innra með sér var enn betri.