Barnavinur
Athafnir á sunnudegi
Júlí 2024


„Athafnir á sunnudegi,“ Barnavinur, júlí 2024, 17.

Skemmtisíða

Athafnir á sunnudegi

Ljósmynd
Verkefnabretti með myndskreytingum

Myndskreyting: Josh Talbot

Hendið litlum hlut eins og baun eða mynt á blaðsíðuna. Gerið síðan verkefnið sem baunin eða myntin lendir á. Þegar þið eruð búin, endurtakið þá! Haldið áfram þar til þið fáið fjóra í röð.

  • Lesið sögu úr Barnavini.

  • Farið í gönguferð með fjölskyldunni úti í náttúrunni.

  • Skoðið myndir af musterum.

  • Farið í leik með fjölskyldunni.

  • Lærið nýjan Barnafélagssöng.

  • Skrifið bréf til trúboða.

  • Nefnið 10 hluti sem þið eruð þakklát fyrir.

  • Teiknið mynd af fjölskyldunni.

  • Biðjið foreldra um að segja fjölskyldusögu.

  • Hringið í fjölskyldumeðlim sem býr langt í burtu.

  • Lesið ritningarnar úti.

  • Skrifið þakkarbréf til einhvers.

  • Byggið musteri úr kubbum eða prikum.

  • Leikið sögu úr ritningunum.

  • Heimsækið einhvern sem er einmana eða þarf hjálp.

  • Búið til eitthvað góðgæti fyrir nágranna ykkar.

  • Horfið á ritningarmyndband á ChurchofJesusChrist.org.

  • Syngið Barnafélagssöng.

  • Gerið eitthvað fallegt fyrir fjölskyldumeðlim.

  • Gerið verkefni í Barnavini

  • Skrifið niður vitnisburð ykkar.

  • Hjálpið fjölskyldu ykkar að búa til máltíð eða snarl.

  • Litið mynd eða skrifið bréf til Barnafélagskennara.

  • Lærið utanbókar eitt af trúaratriðunum.

  • Búið til klippimyndir úr myndum úr Barnavini.

Prenta