Barnavinur
Ritningaleikhúsið
Júlí 2024


„Ritningaleikhúsið,“ Barnavinur, júlí 2024, 14–15.

Ritningaleikhúsið

„Hvað ef við næðum í sunnudagsboxið?“ spurði Jonny.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

„Mér leiðist.“ Jonny lá á stofugólfinu.

Jenna systir hans horfði út um gluggann. „Það er ekkert að gera,“ sagði hún.

Jonny horfði á loftið. Af hverju var það eins og sunnudagar væru ekkert skemmtilegir?

Honum varð þá hugsað um nokkuð. „Hvað ef við næðum í sunnudagsboxið?“ spurði Jonny. Sunnudagsboxið var sérstakt box með leikjum til að spila á sunnudögum.

Andlit Jennu varð brosið eitt. „Það hljómar skemmtilega.“

Ljósmynd
Drengur og stúlka taka spil úr boxi

Jonny og Jenna flýta sér inn í mömmu herbergi. Þau drógu stóra boxið inn í stofuna.

„Hvað ættum við fyrst að gera?“ spurði Jonny. Hann opnaði boxið og dró út myndabækur og spilaleik.

„Við skulum spila minnisspilið með ritningarhetjunum,“ sagði Jenna.

Leikurinn var með spilum með myndum af spámönnum Mormónsbókar. Jenna lagði spilin með framhlutann niður. Þau skiptust á að reyna að finna spil sem voru eins.

Jonny dró tvö mismunandi spil með Moróní. „Ég fann samstæðu!“ hrópaði hann.

„Ég líka!“ Jenna hélt á tveimur spilum sem sýndu Saríu.

Jonny og Jenna spiluðu nokkrar umferðir í viðbót. Það var gaman að hugsa um uppáhalds sögurnar þeirra úr Mormónsbók.

Eftir nokkurn tíma sagði Jenna: „Gerum eitthvað annað.“

„Allt í lagi. Við skulum leika eina af okkar uppáhalds ritningasögum. Við skulum vera með ritningaleikhús!“ Jonny byrjaði að taka upp spilin.

„Jahá,“ Jenna hjálpaði til við að taka saman leikinn og ganga frá honum.

Jonny rótaði í boxinu þar til hann fann einhverja af búningunum. Hann tók upp loðinn brúnan slopp og klæddi sig í. „Ég er Lamanítinn Samúel!“ Hann hoppaði upp á stól og lét eins og Samúel sem kenndi á borgarveggnum.

Jenna opnaði myndabók Mormónsbókar. Hún fletti blaðsíðunum þar til hún fann Lamanítann Samúel. Hún las hana upphátt á meðan Jonny lék söguna.

Börnin æfðu söguna nokkrum sinnum. Jonny fann fyrir hlýju hið innra. Það var gott að muna eftir spámönnunum sem kenndu um Jesú Krist.

Þegar þeim fannst þau vera tilbúin, hljóp Jonny til að sækja mömmu, pabba og yngri systur þeirra Makennu. „Komið og sjáið leikritið okkar!“

Jenna stóð í miðju herberginu með faðminn útbreiddan. „Velkomin í ritningaleikhúsið okkar. Í dag ætlum við að sýna söguna um … Lamanítann Samúel!“

Svo byrjaði hún söguna. „Fyrir langa löngu kom spámaður að nafni Samúel að kenna Nefítum …“

Þegar kom að Jonny, stóð hann hátt á stólnum. Hann talaði hárri röddu. „Ég er Samúel og himneskur faðir vill að þið takið góðar ákvarðanir. Hættið að gera slæma hluti. Vegna þess að Jesús Kristur mun fæðast eftir fimm ár.„

Ljósmynd
Drengur og stúlka í sloppum og hann stendur á stól.

„Máttur Guðs var með Samúel, sagði Jenna. Hún lauk við að segja mér restina af sögunni. Þegar því var lokið, klöppuðu mamma, pabbi og Makenna.

„Þetta var frábært!“ Sagði mamma.

Jonny og Jenna hneigðu sig. Þau voru skælbrosandi.

„Við skulum gera annað leikrit,“ sagði Jonny.

„Við myndum gjarnan vilja sjá annað leikrit,“ sagði mamma. Makenna klappaði og brosti.

Jenna og Jonny flýttu sér aftur að sunnudagsboxinu til að ná í fleiri búninga.

„Sunnudagar eru skemmtilegir! Mér finnst gaman að læra um ritningarnar,“ sagði Jenna.

„Og Jesús.“ Jonny brosti þegar hann fann annan búning. Sunnudagur var í raun sérstakur dagur!

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney

Prenta