Barnavinur
Miðla því sem þið trúið
Júlí 2024


„Miðla því sem þið trúið,” Barnavinur, Júlí 2024, 2–3.

Frá Æðsta forsætisráðinu

Miðla því sem þið trúið

Aðlagað frá, „A Child and a Disciple,” aðalráðstefna, apríl 2003.

Ljósmynd
Maður við krítartöflu

Faðir minn var vísindamaður. Ég las eitt sinn ræðu sem hann flutti fyrir framan stóran hóp. Í ræðunni talaði hann um sköpunina og skaparann þegar hann talaði um vísindi. Ég vissi að fáir í hópnum deildu trú hans. Svo ég sagði við hann í undrun: „Pabbi, þú gafst vitnisburð þinn.“

Hann horfði á mig, hissa og sagði: „Gerði ég það?“ Hann vissi ekki einu sinni að hann hefði verið hugrakkur. Hann sagði einfaldlega það sem hann vissi að var sannleikur.

Við öll sem höfum verið skírð höfum lofað að miðla fagnaðarerindinu. Við getum beðist fyrir í trú til að skynja elsku frelsarans til okkar og allra sem við hittum. Þið munuð verða spennt fyrir kirkju Drottins og verki hans og það mun sýna sig. Að miðla því sem þið trúið mun verða hluti af því sem þið eruð.

Einfaldar leiðir til að miðla

Þið getið miðlað fagnaðarerindinu á margan hátt! Skrifið það sem þið gætuð sagt hverjum einstaklingi til að miðla því sem þið trúið. Það fyrsta hefur verið gert fyrir ykkur.

Hvernig var helgin hjá þér?

Góð! Ég fór í kirkju.

Margir hafa mismunandi trúarskoðanir. Hverju trúir þú?

Pabbi minn er veikur. Viltu biðja fyrir honum?

Ljósmynd
Verkefna PDF-skjal sem sýnir tvær stúlkur spjalla, stúlku sem réttir upp hönd í skólanum og tvo pilta spjalla

Myndskreyting: Alyssa Tallent

Prenta