Barnavinur
Aron kennir konunginum
Júlí 2024


„Aron kennir konunginum,“ Barnavinur, júlí 2024, 26–27.

Sögur úr ritningunum

Aron kennir konunginum

Aron kennir fólki

Myndskreyting: Andrew Bosley

Aron stendur frammi fyrir konunginum

Aron var einn af sonum Mósía. Hann var trúboði. Hann kenndi konungi Lamaníta yfir öllu landinu.

Aron ræðir við konunginn

Aron spurði konunginn hvort hann tryði á Guð. Konungurinn sagðist myndi trúa ef Aron segði honum að Guð væri raunverulegur. Hann bað Aron að segja sér meira frá Guði.

Aron kennir og í bakgrunni er himnaríki

Aron las ritningarnar fyrir konunginn. Hann kenndi um sköpun jarðar. Hann kenndi um áætlun Guðs. Hann sagði konunginum frá Jesú Kristi.

Konungur Lamanítana krýpur

Konungurinn baðst fyrir eftirá. Hann spurði Guð hvort það sem Aron sagði væri satt. Konungurinn fékk það svar að það væri satt!

Aron skírir fólkið

Konungurinn trúði því sem Aron kenndi. Allir í hirð konungsins trúðu einnig. Þau létu skírast og kusu að fylgja Jesú Kristi.