Barnavinur
Heimsókn til ömmu og afa
Júlí 2024


„Heimsókn til ömmu og afa.,“ Barnavinur, júlí 2024, 30–31.

Heimsókn til ömmu og afa

Ernesto vildi deila því sem hann lærði í Barnafélagsbekknum.

Þessi saga gerðist í Indónesíu.

Ernesto setti aðra skyrtu í töskuna sína. Hann horfði yfir herbergið. Hvað þurfti hann meira meðferðis? Hann sá Mormónsbókina sína á borði. Hann mátti ekki gleyma henni!

Það var sumarfrí. Fjölskylda Ernestos var að fara í heimsókn til ömmu og afa. Hann var svo spenntur að sjá þau.

Ljósmynd
Drengur og foreldrar heilsa ömmu og afa.

Þegar Ernesto og fjölskylda hans komu til þeirra fékk hann stórt faðmlag frá afa. „Ég er svo glaður að þú ert hér!“

„Við höfum saknað þín!“ Amma brosti og faðmaði líka Ernesto.

„Ég er búinn að vera að bíða eftir deginum í dag. Við elskum að koma í heimsókn,“ sagði Ernesto.

„Við skulum fara inn,“ sagði afi. „Amma ætlar að útbúa alla uppáhaldsréttina ykkar.“

Ernesto gekk inn í húsið með ömmu og afa. Hann var svo spenntur að verja tíma með þeim.

Næsta morgun vaknaði Ernesto við ilminn af hrísgrjónum sem var verið að elda. Mamma og amma voru mjög uppteknar í eldhúsinu. Hann kyssti þær báðar á vangann. Svo hljóp hann út í garðinn.

Pabbi og afi sátu úti að spjalla og drukku úr bollum.

„Góðan daginn.“ „Viltu te?“ Afi rétti bollann að Ernesto.

Ernesto horfði á tebollann og svo á afa. Hann vildi deila því sem hann lærði í barnafélagsbekknum. „Nei, þakka þér fyrir,“ svaraði hann. „Ég lærði í kirkjunni að te, kaffi og tóbak eru ekki góð fyrir líkamann okkar. Ég vil fylgja því sem Jesús vill að ég geri.“

Pabbi brosti. „Fjölskyldan okkar fylgir Vísdómsorðinu, en afi hefur aðra trú og það er allt í lagi.“

„Takk fyrir að deila því sem þú trúir,“ sagði afi við Ernesto. „Þú ert góður strákur. Þú getur fengið þér heitt vatn eins og pabbi þinn.“ Afi hellti heitu vatni í bolla úr katlinum.

Ernesto fékk sér sopa. Hann var glaður innra með sér að velja rétt.

Ernesto fékk sinn uppáhaldsrétt í hádegismat. Amma útbjó nasi gorengrétt með hrísgrjónum, eggjum, kjöti og grænmeti. Það var svo gómsætt. Ernesto fannst gaman að tala við ömmu og afa á meðan þau borðuðu.

Ljósmynd
Diskur með hrísgrjónum og eggi

Eftir hádegi fór fjölskyldan saman í feluleik. Meira að segja amma og afi voru með!

„Ernesto, ég sé þig á bakvið tréið!“ Kallaði pabbi og flýtti sér til hans. Ernesto hló þegar hann reyndi að komast í burtu. Það var gaman að leika við fjölskylduna.

Þetta kvöld sátu allir í kringum afa þegar hann sagði sögur. Þegar að afi kláraði, mundi Ernesto eftir því að þau höfðu ekki lesið ritningarnar.

Ernesto stökk á fætur. „Ég kem strax aftur.“

Hann fór og sótti Mormónsbókina sína. Þegar hann kom aftur, spurði hann: „Getum við lesið?“

„Ég er svo glöð að þú mundir eftir þessu.“ Mamma tók við bókinni frá Ernesto og fletti upp á uppáhaldsversinu sínu. Hún las það upphátt. Svo krupu þau öll á kné.

„Viljið þið biðja með okkur?“ spurði Ernesto ömmu og afa.

„Já, það væri fínt,“ sagði amma. Hún kraup á kné við hlið afa.

Ljósmynd
Fjölskylda les saman í Mormónsbók.

Pabbi fór með bæn. Hann þakkaði himneskum föður fyrir tímann sem þau gátu varið saman sem fjölskylda.

Eftir bænina faðmaði afi Ernesto að sér. „Það er gott að fjölskyldan þín biðst fyrir,“ sagði hann. „Það gleður mig að þú viljir vera nálægt Guði. Það mun hjálpa fjölskyldunni þinni að vera sterk.“

Ernesto fann fyrir hlýju og frið hið innra. Hann elskaði að deila trú sinni – einhverju sem hann elskaði – með ömmu og afa – fólki sem hann elskaði.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Melissa Manwill Kashiwagi

Prenta