Barnavinur
Hvað eru vígslur mustera?
Júlí 2024


Hvað eru vígslur mustera? Barnavinur, júlí 2024, 22.

Musterisspjöld

Hvað eru vígslur mustera?

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Rachel Ericson

Þegar byggingu nýs musteris er lokið fer spámaður eða postuli með mikilvæga bæn til að vígja eða blessa musterið. Sú bæn gerir musterið að helgum stað þar sem við getum unnið verk Guðs. Spámenn hafa lofað því að hundruðir mustera verði helguð Drottni.

Managvamusterið, Níkaragva

  • Þetta verður fyrsta musterið í Níkaragva.

  • Árið 2012 heimsótti öldungur Russel M. Nelson Níkaragva og hvatti fólkið til að búa sig undir musteri. Hann sagði: „Ég lofa ykkur því að þegar þið eruð tilbúin, mun Drottinn gera sinn hluta svo þið hafið musteri“ (sjá Liahona, júní 2012, 77).

Singapúr-musterið

  • Þetta yrði fyrsta musterið í Lýðveldinu Singapúr.

  • Árið 2000 bauð spámaðurinn kirkjumeðlimum í Singapúr að undirbúa sig fyrir musteri.

  • Þar til byggingu þess er lokið verða meðlimir að ferðast til Filippseyja til að fara í musteri.

Prenta