„Fylgja Jesú í Níkaragva,“ Barnavinur, júlí 2024, 6–7.
Fylgja Jesú í Níkaragva
Kynnist Felix!
Hvernig Felix fylgir Jesú
Felix fylgir Jesú með því að vera hlýðinn. Hann biðst fyrir, reynir að halda boðorðin og fer í kirkju. „Ég læri mikið í Barnafélagsbekknum mínum,“ segir hann. „Í Barnafélagsbekknum eru margir krakkar og við lærum um Jesú Krist.“
Felix finnst gaman að leika við frænda sinn. En stundum kemur þeim ekki saman. „Himneskur faðir hjálpar mér að hafa þolinmæði,“ segir hann.
Felix hjálpar líka öðrum. Í skólanum sá Felix að skólabróðir sinn var ekki með nesti. Felix deildi nestinu sínu. Hann hugsar líka um yngri systur sína. Hann gætir þess að hún sé örugg með því að borða aðeins litla bita.
Um Felix
Aldur: 7 ára
Frá: Managva, Níkaragva
Tungumál: Spænska
Markmið: 1) Gerast geimfari og fara til tunglsins og kannski Mars. 2) Rækta kjúklinga einhvern tíma.
Áhugamál: Læra um geiminn, spila á píanó og elda
Fjölskylda: Felix, mamma, pabbi og yngri systir
Uppáhaldið hans
Mormónsbókarsaga: Þegar Jesús heimsótti Ameríku og læknaði allt fólkið (sjá3. Nefí 17)
Frídagur: Jólin
Ávöxtur: Jarðarber og vatnsmelóna
Litur: Blár
Barnafélagssöngur: “Ég geng með þér (Barnasöngbókin, 78).