Barnavinur
Gleði lærdóms
Júlí 2024


„Gleði lærdóms,“ Barnavinur, júlí 2024, 32-33.

Frá vini til vinar

Gleði lærdóms

Úr viðtali við Oliviu Kitterman og Noelle Lambert Barrus.

Mér fannst ég ekki eiga auðvelt með lærdóm þegar ég var að vaxa úr grasi. Öll systkinin mín voru virkilega klár. Þau fengu góðar einkunnir. Þau fóru í erfiðustu bekkina. Ég reyndi að komast í erfiðustu bekkina en fékk aldrei samþykki. Stærðfræði var mjög erfið. Svo ég hugsaði með mér: „Jæja, ég er greinilega ekki nógu klár.“ Ég hélt ég gæti ekki breyst.

Eitt árið fékk ég kennara sem veitti mér það sjálfstraust sem ég þurfti. Kennarinn minn sá meiri hæfileika í mér en ég gerði. Hún sagði: „Clark, þú getur verið góður nemandi. Þú þarft bara að hafa trú á sjálfum þér.“

Svo ég hélt áfram að reyna. Ég lagði harðar að mér við lærdóminn. Ég vann að því að vera skipulagðari. Ég lærði að fylgjast með heimanáminu mínu. Ég náði að einbeita mér að náminu með því að slökkva á sjónvarpinu. Brátt varð ég betri nemandi. Sjálfstraustið mitt óx.

Þegar ég fór í trúboð sá ég að ég þurfti ekki að læra einn míns liðs. Ég bað himneskan föður um hjálp. Ég hlustaði á heilagan anda. Þegar ég lagði hart að mér gat ég kennt og hjálpað fólki. Þegar ég kom heim úr trúboðinu fór ég í háskóla. Ég bað um Guðs hjálp í hverri kennslustund. Ég varð betri nemandi og byrjaði að elska stærðfræði!

Ég hélt að það að vera klár þýddi að maður vissi mikið og að skólinn væri auðveldur. Það er ekki satt. Ef þið eruð tilbúin til þess að hafa Drottin með ykkur í lærdómi ykkar og leggið hart að ykkur til að bæta ykkur, þá eruð þið klár!

Ef hlutirnir eru erfiðir núna skuluð þið muna að þið eruð börn Guðs. Þið hafið ótrúlega möguleika. Þið getið gert það sem erfitt er. Bara haldið áfram að æfa ykkur. Biðjið himneskan föður um hjálp. Hann vill að við njótum velgengni. Þið getið gert þetta!

Ljósmynd
Brosandi drengur vinnur skólaverkefni

Það er leikur að læra

Finnið hvert mynstur af skólavörum í töflunni hér að neðan. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að læra í skólanum?

Ljósmynd
PDF-verkefni með skólagögnum

Myndskreyting: Agnes Saccani

Prenta