2024
Kveðja frá Níkaragva
Júlí 2024


„Kveðja frá Níkaragva!“ Barnavinur, júlí 2024, 8–9.

Kveðja frá Níkaragva!

Lærið um börn himnesks föður víða um heim.

Níkaragva er land í Mið-Ameríku. Nærri 7 milljónir manna búa þar!

Tungumál

Spænsk forsíða tímaritsins Barnavins

Opinbert tungumál er spænska. Sumir tala einnig frumbyggjamál eins og miskito, sumo og rama.

Útbreiða fagnaðarerindið

Mynd af musterisbyggingu og myndskreyting af börnum sem lesa saman

Fyrstu trúboðarnir komu til Níkaragva árið 1953. Í dag eru meðlimir kirkjunnar þar fleiri en 100.000! Þar er meira að segja verið að byggja musteri.

Hákarlar í Níkaragvavatni

Mynd af Níkaragvavatni og myndskreyting af hákarli

Nautháfar geta lifað bæði í sjó og í ferskvatni. Þetta þýðir að þeir geta lifað í sjó, ám og vötnum! Þeir synda frá Atlantshafinu upp langa á til að lifa í Níkaragvavatni.

Palo de Mayo

Mynd af stöng sem er skreytt með litríkum borðum og myndskreyting af regnskýi

Íbúar Níkaragva halda mikla hátíð sem nefnist Palo de Mayo þegar regntímabilið hefst. Þeir skreyta tré eða stöng með litríkum borðum til að dansa í kringum og skemmta sér allan mánuðinn.

PDF-saga

Myndskreyting: Dave Klüg