„Kveðja frá Níkaragva!“ Barnavinur, júlí 2024, 8–9.
Kveðja frá Níkaragva!
Lærið um börn himnesks föður víða um heim.
Níkaragva er land í Mið-Ameríku. Nærri 7 milljónir manna búa þar!
Tungumál
Opinbert tungumál er spænska. Sumir tala einnig frumbyggjamál eins og miskito, sumo og rama.
Útbreiða fagnaðarerindið
Fyrstu trúboðarnir komu til Níkaragva árið 1953. Í dag eru meðlimir kirkjunnar þar fleiri en 100.000! Þar er meira að segja verið að byggja musteri.
Hákarlar í Níkaragvavatni
Nautháfar geta lifað bæði í sjó og í ferskvatni. Þetta þýðir að þeir geta lifað í sjó, ám og vötnum! Þeir synda frá Atlantshafinu upp langa á til að lifa í Níkaragvavatni.
Palo de Mayo
Íbúar Níkaragva halda mikla hátíð sem nefnist Palo de Mayo þegar regntímabilið hefst. Þeir skreyta tré eða stöng með litríkum borðum til að dansa í kringum og skemmta sér allan mánuðinn.
Myndskreyting: Dave Klüg