Barnavinur
Kom, fylg mér – Verkefni
Júlí 2024


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, júlí 2024, 28-29.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!

1.–7. júlí

Hamingjuáætlunin

Sjá Alma 17–22

Hendur barns klippa út pappírsform

Aron og Ammon kenndu báðir um hamingjuáætlun himnesks föður. Þeir kölluðu það endurlausnaráætlunina (sjá Alma 18:36–39 og Alma 22). Farið á síðu 12 til að búa til ykkar eigin hamingjuáætlun.

8.–14. júlí

Verkfæri í áætlun Guðs

Sjá Alma 23:-29

Börn að búa til heimatilbúin verkfæri

Ammon sagði við bræður sína: „Við höfum orðið verkfæri í höndum Guðs til að vinna þetta mikla verk“ (Alma 26:3). Safnið saman hlutum til að búa til tónlist. Búið svo til takta og söngva. Alveg eins og við notum verkfæri til að búa til tónlist, getur Guð notað okkur til að hjálpa til við að byggja upp kirkju Jesú Krists.

15.–21. júlí

Áminning með tónlistarstólum

Sjá Alma 30–31

Börn ganga umhverfis stóla

Alma kenndi: „Allir hlutir sýna fram á, að Guð er til” (Alma 30:44). Þetta þýðir að allt sem Guð skapaði getur minnt okkur á hann. Setjið upp stóla fyrir alla nema eina manneskju. Látið einhvern spila tónlist og velja hvenær hún er stöðvuð. Þegar tónlistin stöðvast setjast allir á stól. Sú manneskja sem fær ekki stól deilir einhverju sem minnir hana á Guð. Haldið áfram þar til allir eru búnir að deila.

22.–28. júlí

Auka vitnisburð ykkar

Sjá Alma 32:-35

Barn að teikna mynd

Alma kenndi að þegar þið hlustið á orð Guðs og gerið hluti til að sýna trú ykkar, þá mun vitnisburður ykkar vaxa eins og tré (sjá Alma 32:37). Teiknið hluti sem þið getið gert til að stuðla að vexti trés, eins og að vökva það eða tryggja að það fái sólarljós. Teiknið hluti sem stuðla að vexti vitnisburðar ykkar, eins og að fara í kirkju eða biðjast fyrir.

PDF-saga

Myndskreyting: Katy Dockrill