Barnavinur
Spjall við Alan um Trúaratriðin
Júlí 2024


“Spjall við Alan um Trúaratriðin,” Barnavinur, júlí 2024, 40–41.

Spjall við Alan um Trúaratriðin

Alan er frá Malaga á Spáni. Við spurðum hann nokkurra spurninga um hvernig hann lærði Trúaratriðin.

Ljósmynd
Andlitsmynd af Alan

Segðu okkur frá sjálfum þér.

Ljósmynd
Drengur í rannsóknarstofuslopp með bikarglas
Ljósmynd
Diskur með spænskri eggjaköku

Ég er átta ára. Þegar ég verð fullorðinn, langar mig til að verða frægur vísindamaður. Uppáhaldsliturinn minn er appelsínugulur og uppáhaldsmaturinn minn er tortillas de patatas (spænskar eggjakökur) sem amma mín býr til.

Hvernig lærðir þú um Trúaratriðin?

Ég byrjaði að læra í Barnafélagsbekknum. Við sungum söngva til að læra þau utanbókar. Stundum skrifuðu kennararnir okkar þau á töfluna og strokuðu burt sum orðanna. Við teiknuðum líka myndir til að útskýra hvað hvert og eitt trúaratriði merkti.

Ég æfði mig í því að þylja þau upp með fjölskyldunni minni í bílnum eða á leiðinni í skólann. Ég er að hjálpa litlu systur minni Maiu að læra þau líka. Hún kann þegar fyrstu sex trúaratriðin!

Hvert trúaratriðanna heldur þú mest uppá?

Ljósmynd
Drengur situr við borð með opna bók

Mér finnst það níunda gott. „Vér trúum öllu, sem Guð hefur opinberað, öllu, sem hann nú opinberar, og vér trúum að hann muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki.“ Það kennir að himneskur faðir ætlar okkur að læra fleira smám saman.

Hvernig hefur þekking ykkar á Trúaratriðunum hjálpað ykkur?

Dag einn í skólanum spurði Sophia vinkona mín mig að því hverju ég tryði og hvort ég tilheyrði einhverjum trúarbrögðum. Ég mundi fyrsta trúaratriðið þar sem segir: „Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, og á heilagan anda.“ Svo ég deildi því með henni.

Ég sagði henni líka að ég væri meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hún hlustaði á mig og skildi það sem ég deildi með henni.

Hvernig leið þér eftir þessa reynslu?

Mér leið vel því ég vissi að ég hafði verið hugrakkur að deila trú minni með vinkonu. Þar sem ég hafði lagt mikið á mig við að læra Trúaratriðin, þá gat ég miðlað fagnaðarerindinu og vitað hvað ég ætti að segja.

Ljósmynd
Börn standa saman
Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Toby Newsome

Prenta