Barnavinur
Raina reynir aftur
Júlí 2024


„Raina reynir aftur,“ Barnavinur, júlí 2024, 36–37.

Raina reynir aftur

„Þetta er í síðasta skiptið sem ég reyni eitthvað nýtt aftur,“ sagði Raina.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Raina las aftur orðin á auglýsingunni í skólanum hennar. Ritgerðarsamkeppni: Vinnið fría ferð til New York-borgar!

Þetta var keppni fyrir nemendur úr mörgum skólum á svæðinu. Raina ímyndaði sér sig í New York-borg innan um skýjakljúfa og í nálægð Frelsisstyttunnar. Hún vildi fara!

„Þú ættir að skrá þig,“ sagði Sydney. „Þú ert besti rithöfundurinn í bekknum okkar!“

Rainu leið vel þegar hún heyrði orð Sydneys. Hún vissi ekki mikið um ritgerðarsmíð. En hana langaði að prófa.

Eftir skóla sat Raina við borðið sitt. Bank, bank, bank. Hún sló blýantinum sínum á blaðið um leið og hún hugsaði um hugmyndirnar sínar. Loks byrjaði hún að skrifa.

Það tók Rainu heila viku að klára. En með smá hjálp frá mömmu fannst henni hún vera tilbúin að skila inn ritgerðinni sinni.

Nokkrar viku liðu. Raina var svo spennt að sjá hver vann. Kannski væri hún bráðlega á leiðinni til New York!

„Meira en eitt hundrað nemendur tóku þátt,“ sagði Hr. Wright fyrir framan bekkinn. „Þökk sé öllum þeim sem skrifuðu ritgerð.“

Hjarta Rainu tók kipp af spenningi.

„Jafnvel þó að enginn af okkar nemendum hafi sigrað keppnina, var Raina ein af þeim fimm efstu. Til hamingju, Raina,“ sagði Hr. Wright.

Raina brosti á meðan skólasystkinin klöppuðu. En hún yggldi sig innra með sér. Að vera í efstu fimm sætunum var ekki jafn gott og að vinna. Draumur hennar að sjá New York var farinn.

Þegar Raina kom heim, slengdi hún sér niður í stól í eldhúsinu hjá foreldrum sínum. „Ég tapaði keppninni,“ sagði hún. „Þetta er í síðasta skiptið sem ég reyni eitthvað nýtt aftur. Ég ætla bara að gera það sem ég er góð í.“ Hún huldi höfuð sitt með höndunum.

Ljósmynd
Döpur telpa við borð með foreldrum sínum

„Mér þykir leitt að þú hafir ekki unnið. Mamma og ég erum svo stolt af þér fyrir að hafa reynt,“ sagði pabbi. Hann settist við hlið Rainu. „Manstu þegar ég var atvinnulaus fyrir nokkrum árum?“

Raina kinkaði kolli.

„Ég sótti um fullt af störfum og fékk ekkert þeirra,“ sagði pabbi. „Ég var frekar niðurdreginn.“

Raina leit upp. „Í alvöru?“

Pabbi kinkaði kolli. „En ég gafst þó ekki upp. Eftir langan tíma fann ég starf sem var fullkomið. En ekkert hefði gerst ef ég hefði hætt að reyna.“

Mamma setti höndina hughreystandi á bak Rainu. „Veistu hve margar sögur ég sendi til mismunandi tímarita?“ spurði hún. „Og hversu mörgum þeirra er hafnað? En ég get ekki gefist upp ef ég vil að verkin mín séu gefin út. Að skrifa er mér mikilvægt svo ég held áfram að reyna.“

Raina hélt alltaf að foreldrar hennar væru góð í öllu sem þau gerðu. Hún vissi aldrei að þeim hafði verið hafnað líka.

Hún var enn döpur en það virtist kjánalegt að reyna aldrei neitt nýtt aftur. Það var ekki það sem himneskur faðir vildi fyrir hana. Raina ákvað að hún myndi ekki gefast upp. Hún gæti reynt fleiri hluti sem hún væri ekki góð í frá upphafi.

„Ég held ég skrái mig aftur í keppnina á næsta ári,“ sagði Raina. Að tapa keppninni þurfti ekki að vera endir drauma hennar.

Raina fór að borðinu sínu og tók upp blýantinn sinn. Það var gaman að skrifa. Bank, bank, bank. Hvað nýtt gæti hún skrifað næst?

Ljósmynd
Brosandi stúlka situr við borð með blýant og pappír
Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Vivian Mineker

Prenta