„Hver var Abis?“ Barnavinur, júlí 2024, 24–25.
Lærið um Mormónsbók
Hver var Abis?
Abis var Lamaníti. Hún vann fyrir drottninguna og konunginn.
Dag nokkurn sá Abis Ammon kenna þeim um Jesú Krist. Allir sem hlýddu á fundu svo sterkt fyrir andanum að þau féllu til jarðar.
Abis trúði þegar á Jesú Krist. Hún vissi að máttur Guðs lét hitt fólkið falla til jarðar.
Hún hljóp út og sagði fólkinu að sjá kraftaverkið sem gerðist fyrir drottninguna og konunginn.
Hún hjálpaði drottningunni að rísa á fætur.
Konungurinn og drottningin gáfu hinum vitnisburð sinn um Jesú Krist. (Sjá Alma 19:16–17, 28–31.)
Ritningaráskorun
-
Hver kenndi Lamoní konungi um Guð? (Alma 18:26–28)
-
Hvað kölluðu Lamanítarnir sig eftir að þeir byrjuðu að fylgja Jesú Kristi? (Alma 23:17)
-
Hvað gróf fólkið í Alma 24:19?
Ég get lesið Mormónsbók!
Litið hluta myndarinnar eftir lesturinn. Þið getið lesið þessar ritningar, sem tengjast lestri hverrar viku í Kom, fylg mér.
-
Vika 1: Alma 19:35–36
-
Vika 2: Alma 26:12
-
Vika 3: Alma 31:38
-
Vika 4: Alma 33:4–11
Myndskreyting: Bryan Beach