2010–2019
Eilíft líf – að þekkja okkar himneska föður og son hans Jesú Krist.
október 2014


Eilíft líf – að þekkja okkar himneska föður og son hans Jesú Krist.

Guð og Kristur eru bókstaflega faðir og sonur - aðskildir einstaklingar sem eru sameinaðir í tilgangi.

Fyrir mörgum árum tók ég mér tíma til að læra um lokavitnisburði spámanna á öðrum ráðstöfunartímum. Hver og einn þeirra gaf kröftugan vitnisburð um Guð föðurinn og son hans, Jesú Krists.

Þegar ég hef lesið þessa vitnisburði - og marga álíka í gegnum árin - þá hefur það alltaf snert hjarta mitt hve heitt himneskur faðir elskar elsta son sinn og á hvern hátt Jesús hefur sýnt kærleika sinn með hlýðni við vilja föður síns. Ég ber vitni um að þegar við gerum það sem nauðsynlegt er til að þekkja þá og kærleika þeirra til hvors annars, þá munum við öðlast „gjöf sem er mest allra gjafa Guðs“ – jafnvel eilíft líf.1Því „það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“2

Hvernig getum við öðlast þessa gjöf? Hún hlýst með persónulegri opinberun, sem hefur verið rædd og kennt um nú í morgun.

Munið þið eftir því þegar þið gerðuð ykkur fyrst grein fyrir því, að Guð væri til og þið gátuð skynjað elsku hans? Þegar ég var drengur, horfði ég upp í stjörnubjartan himininn, ígrundaði og fann fyrir návist hans. Ég var spenntur yfir því að kanna hina stórkostlegu fegurð sem var að finna í sköpunarverki Guðs - allt frá örsmáum skordýrum upp í risavaxin tré. Þegar ég skynjaði fegurð jarðarinnar þá vissi ég að himneskur faðir elskaði mig. Ég vissi að ég var bókstaflega andlegur afkomandi hans, að við erum öll synir og dætur Guðs.

Þið kunnið að spyrja ykkur, hvernig vissir þú þetta? Í ritningunum segir „Sumum er það gefið fyrir heilagan anda að vita, að Jesús Kristur er sonur Guðs og … öðrum er gefið að trúa orðum þeirra, svo að þeir megi einnig eiga eilíft líf, séu þeir staðfastir.“3 Frá mínu sjónarhorni þá þýðir það ekki að sumir muni ávallt þurfa að treysta á vitnisburði annarra.

Minn eigin vitnisburður óx er ég lærði um himneskan föður og frelsarann frá kennslu og vitnisburði foreldra minna, kennara, ritningana – sem ég les af kostgæfni – og sérstaklega heilögum anda. Á sama tíma og ég iðkaði trú og hlýddi boðorðunum þá bar heilagur andi mér vitni um að það sem ég væri að læra, væri sannleikur. Þannig hlaut ég vitneskju af eigin raun..

Leitin að persónulegri opinberun er lykillinn í þessu ferli. Nefí býður okkur öllum að: „Endurnærast af orðum Krists. Því að sjá. Orð Krists munu segja yður að fullu, hvað yður ber að gjöra.“4

Áður en ég varð átta ára gamall leitaðist ég við að læra meira um skírnina. Ég las ritningarnar og bað. Ég lærði að ég myndi meðtaka gjöf heilags anda þegar ég hlyti staðfestingu. Ég fór einnig að skilja að Guð og Kristur eru bókstaflega faðir og sonur - aðskildir einstaklingar sem eru sameinaðir í tilgangi. „Vér elskum [þá] vegna þess að [þeir elskuðu] oss af fyrra bragði.“5 Ég sá það ítrekað hve mikið þeir elska hvorn annan og vinna saman að velferð okkar. Hlustum aðeins á nokkrar af þeim ritningum sem kenna þennan sannleik:

Himneskur faðir talaði um Jesús Krist sem „minn elskaði sonur, sem var minn elskaði og útvaldi frá upphafi“þegar hann fræddi okkur um fortilveru okkar. 6 Þegar faðirinn skapaði jörðina þá gerði hann svo „með [sínum] eingetna“ syni.7

Maríu, móður Jesú var sagt að hún myndi fæða „[son] hins hæsta“8 Þegar Jesús var ungur maður sagði hann móður sinni að hann yrði að „vera í húsi föður [síns]“9 Mörgum árum seinna, þegar frelsarinn var skírður, talaði himneskur faðir frá himnum og sagði „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“10

Til þess að kenna lærisveinum sínum þá mælti Jesús þessi orð:

„Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,

Til komi þitt ríki, Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“11

Hann kenndi Nikódemusi, „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn.“12 Hann útskýrði kraftaverk sín með því að segja, „Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem [faðirinn] gjörir, það gjörir sonurinn einnig.“13

Er stund friðþægingarinnar dró nær, bað Jesús og sagði: „Faðir, stundin er komin. … Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu. [Ég hefi fullkomnað] það verk, sem þú fékkst mér að vinna.“14 Síðan, er farg syndanna lagðist á hann, grátbað hann: „Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“15 Á síðustu andartökum hans á krossinum bað Jesú: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“ og hrópað síðan: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“16

Því næst heimsótti hann þá anda sem höfðu dáið, til þess að veita þeim „kraft til að koma fram eftir upprisu hans frá dauðum og ganga inn í ríki föður hans.“17 Eftir upprisu frelsarans birtist hann Maríu Magdalenu og sagði: „Ég stíg upp til föður míns og föður yðar.“18

Þegar hann kom til fólksins á meginlandi Ameríku, þá kynnti faðirinn hann og sagð:„Sjá minn elskaða son, sem ég hef velþóknun á. Í honum hef gjört nafn mitt dýrðlegt.“19 Þegar Jesús steig niður á meðal fólksins, þá kynnti hann sig með þessum orðum: Sjá. Ég er Jesús Kristur. … ég hef … gjört föðurinn dýrðlegan með því að taka á mig syndir heimsins.“20 Þegar hann fræddi fólkið um kenningu sína, útskýrði hann:

„Það er sú kenning sem faðirinn hefur gefið mér. Og ég ber föðurnum vitni, og faðirinn ber vitni um mig.“21

„Sannlega … faðirinn og ég erum eitt.“22

Getum við séð mynstur í þessum ritningargreinum sem vitna um föðurinn og soninn sem aðskildar verur? Hvernig geta þeir þá verið eitt? Ekki vegna þess að þeir séu ein og sama persónan heldur vegna þess að þeir eru eitt í tilgangi, jafn helgaðir því að „gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“23

Jesús er guð, samt aðgreinir hann sig ávallt sem sjálfstæða veru sem biður til föður síns og með því að segja að hann geri vilja föður síns. Á meðan á þjónustutíma hans stóð á meðal Nefítanna þá grátbað hann: „Faðir, ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér úr heiminum, … að ég megi vera í þeim eins og þú, faðir ert í mér, að við megum verð eitt, að ég megi dýrðlegur verða í þeim.“24

Með það í huga þá undrar það okkur ekki að endurreisn fagnaðarerindisins hafi hafist með því að ekki ein, heldur tvær dýrðlegar verur hafi birst. Spámaðurinn Joseph Smith vitnaði um Fyrstu sýn sína: „Önnur þeirra ávarpaði mig, nefndi mig með nafni og sagði, um leið og hún benti á hina – Þetta er minn elskaði sonur. Hlýð þú á hann!25

Spámaðurinn ungi, sem fór inn í lundinn í trú og án þess að efast, til að komast að því í hvaða kirkju hann ætti að ganga, og kom tilbaka með þekkingu og vitnisburð um hinn eina sanna Guð og Jesú Krist, sem Guð hafði sent. Jósep, eins og spámennirnir á undan honum, myndi verða verkfæri til að endurreisa þekkingu fyrir heiminn, þekkingu sem leiðir til eilífs lífs.

Þið getið líka leitað himnesks föður og „þessa Jesú, sem spámennirnir og postularnir hafa [vitnað um].“26í ritningunum og á þessari aðalráðstefnu. Þegar þið leitið persónulegs vitnisburðar – opinberunar fyrir ykkur sjálf – þá munið þið uppgötva að himneskur faðir hefur séð ykkur fyrir sérstakri leið til þess að vita sannleikann af eigin raun, í gegnum þriðja aðila Guðdómsins, andaveru sem við þekkjum sem heilagan anda.

„Þegar þér meðtakið þetta“ - ásamt því sem ég hef deilt með ykkur hér í dag - „þá hvet ég ykkur að spyrja Guð hinn eilífa föður, í nafni Krists, hvort þetta er ekki sannleikur. Og ef þér spyrjið í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist, mun hann opinbera ykkur sannleiksgildi þess fyrir kraft heilags anda.“

„Og fyrir kraft heilags anda getið þér fengið að vita sannleiksgildi allra hluta [af fullvissu].“27

Bræður og systur, ég vitna fyrir ykkur um það að himneskur faðir vill að við leitum þessarar þekkingar núna. Orð Helamans spámanns hrópa úr duftinu. „Munið og hafið hugfast, að það er á bjargi lausnara okkar, sem er Kristur, sonur Guðs, sem þið verðið að byggja undirstöðu ykkar …, ef menn byggja á þeim grundvelli, geta þeir ekki fallið.“28 Vissulega munum við ekki falla.

Sú örugga undirstaða er Jesús Kristur. Hann er „bjarg himins.“29 Þegar við byggjum hús okkar á honum, þá má steypiregn hinna síðari daga koma, vatnið flæða og stormar mega blása en við munum ekki ekki falla. Við munum ekki falla, því að heimili okkar og fjölskyldur eru byggðar á Kristi.30

Ég ber vitni um það að slíkt heimili er „hús dýrðar.“31 Þangað munum við safnast til að biðja til himnesks föður okkar, í nafni Jesú Krists, hans ástkæra sonar. Þar munum við dásama þá og færa þeim þakklæti. Þar munum við meðtaka heilagan anda og „fyrirheit [sem hann veitir okkur] um eilíft líf, sjálfa dýrð hins himneska ríkis.“32

Ég ber sérstakt vitni um frelsara okkar Jesú Krist, að hann lifir, að eilífur himneskur faðir elskar okkur og vakir yfir okkur, að við höfum spámann á þessari ráðstöfun – já, Thomas S Monson forseta – til að leiða og vernda okkur. Heilagur andi vitnar um að þetta sé sannleikur, fyrir hverjum sem leitar að og ber sig eftir þeirri þekkingu. Í nafni Jesú Krists, amen.