2010–2019
Já Drottinn, ég mun fylgja þér
október 2014


Já Drottinn, ég mun fylgja þér

Drottinn notar mismunandi sagnorð þegar hann býður okkur: „Komið til mín,“ „fylgið mér,“ „gangið með mér.“ Í hvert sinn er boð um að bregðast við.

„Því að sjá. Drottni þóknast að leyfa öllum þjóðum að kenna sinni eigin þjóð orð hans á sinni eigin tungu.“1 Í dag er þessi ritning enn á ný uppfyllt þar sem ég get nú tjáð tilfinningar mínar á móðurmáli mínu.

Árið 1975 þjónaði ég í Úrúgvæ Paragvæ trúboðinu sem ungur trúboði. Svæðisleiðtoginn var með sýnikennslu á reglu fagnaðarerindisins fyrsta mánuðinn sem ég var í trúboðinu, . Bundið var fyrir augun á hverjum trúboða á svæðinu og okkur var sagt að fylgja leið sem lá að menningarsalnum. . Við áttum að fylgja rödd eins ákveðins leiðtoga, rödd sem við heyrðum áður en gangan hófst. Við vorum hins vegar vöruð að við myndum heyra nokkrar raddir sem myndu reyna að rugla okkur og afvegaleiða.

Eftir að hafa hlustað á lætin og fólk tala í nokkrar mínútur heyrði ég rödd sem sagði: „Fylgið mér“ og ég fylgdi henni. Ég var viss um að ég væri að fylgja réttri rödd. Við vorum beðin að taka klútana frá augum okkar þegar við komum í menningarsalinn.. Þegar ég opnaði augun varð mér ljóst að það voru tveir hópar og hópurinn sem ég var í hafði fylgt rangri rödd. „Röddin hljómaði næstum alveg eins og hin rétta rödd,“ sagði ég við sjálfan mig.

Þessi upplifun fyrir 39 árum síðan hefur haft varanleg áhrif á mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Aldrei aftur ætla ég að fylgja rangri röddu.“ Síðan sagði ég við sjálfan mig: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér.“

Mig langar að tengja þessa upplifun við blítt boð frelsarans til okkar:

„Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig. …

Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.“2

Boðið að„fylgja honum“ er einfaldasta, beinskeyttasta og kraftmesta boðið sem við getum fengið. Það kemur frá skýrri röddu sem ekki er hægt að villast á.

Drottinn notar mismunandi sagnorð þegar hann býður okkur: „Komið til mín,“ „fylgið mér,“ „gangið með mér.“ Aldrei er um hlutlaust boð að ræða heldur er í hvert sinn boð um að bregðast við. Boðið berst til alls mannkyns frá þeim sem er spámaður spámannanna, kennari kennaranna, sonur Guðs, Messías.

Boðið„komið til mín.“

„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“3

Þið sem ekki eruð enn meðlimir kirkjunnar munið fá þetta boð sagt með röddu trúboða í orðunum: „Vilt þú lesa Mormónsbók?“ Vilt þú biðjast fyrir? Vilt þú sækja kirkju? Vilt þú fylgja fordæmi Jesú Krists og láta skírast af þeim sem hefur valdsumboð?”4 Hvernig munt þú svara þessu boði í dag?5

Ég býð ykkur að hlusta á og meðtaka skilaboðið með því að segja: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér!“

Carlos Badiola og fjölskylda hans frá Minas, Úrúgvæ, fóru að hitta trúboðana. Þar sem trúboðarnir spurðu margra spurning meðan á lexíunni stóð, þá buðu þau nágranna þeirra sem ekki er meðlimur kirkjunnar – fallegri 14 ára gamalli stúlku, að nafni Norma – að hjálpa þeim að svara. Norma var góður nemandi í miðskóla og var að læra Biblíufræði í skólanum þetta árið og þegar trúboðarnir spurðu spurninga, þá svaraði Norma. Hún var „gullin trúarnemi.“ Lexían sem kennd var þennan daginn var um Vísdómsorðið.

Þegar hún kom heim að lexíunni lokinni, vissi Norma hvað hún þyrfti að gera. Hún sagði við móður sína: „Mamma, héðan í frá vil ég ekki meira kaffi með mjólk. Bara mjólk fyrir mig.“ Þetta svar var sýnileg staðfesting á þrá hennar að meðtaka boðið að fylgja Kristi, sem trúboðarnir fluttu henni.

Bæði Carlos Badiola og Norma skírðust. Síðar fylgdi móðir, faðir og systkini Normu fordæmi hennar og skírðust einnig. Við Norma ólumst upp saman í þessari litlu en kraftmiklu grein. Síðar þegar ég sneri aftur af trúboði mínu giftumst við. Ég vissi alltaf að það yrði auðveldara að fylgja fordæmi frelsarans með hana við hlið mér.

Þeir sem eru meðlimir kirkjunnar og hafa meðtekið þetta boð, endurnýja skuldbindinguna í sérhverri viku með því að meðtaka af sakramentinu.6 Hluti af þessari skuldbindingu er að halda boðorðin, þar með eru þið að segja: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér!“7

Boðið „fylgið mér“

„Fylgið mér“ var boð Drottins til ríka mannsins. Ríki maðurinn hafði haldið boðorðin allt sitt líf. Þegar hann spurði hvað hann gæti meira gert, fékk hann svar sem greinilega innihélt boð: „Kom … fylg mér.“8 Þrátt fyrir að boðið hafi verið einfalt þá var það ekki án fórnar. Það krafðist átaks – ásamt ákvörðunar og gjörða.

Spámaðurinn Nefí bauð sjálfs-íhugun þegar hann spurði: „Og [Jesús] sagði við mannanna börn: Fylgið mér. En ástkæru bræður, getum við fylgt Kristi, nema við séum fúsir til að halda boðorð föðurins?“9

Boðið að „koma til mín,“ að hlusta á rödd hans og fylgja henni hefur verið boðskapur trúboða frá upphafi og hefur hjálpað mörgum að breyta lífi sínu til góðs.

Fyrir fimmtíu árum komu trúboðar í úrsmíðaverslun föður míns til að láta gera við úr. Þeir notuðu tækifærið til að ræða við faðir minn og móður um fagnaðarerindið, rétt eins og góðir trúboðar gera. Faðir minn tók á móti trúboðunum og móðir mín tók á móti fagnaðarerindinu og boðinu að fylgja Kristi. Frá þessum tíma hefur móðir mín verið virk í kirkjunni. Hún sagði: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér.“

Þið munið öðlast kraft til að yfirstíga byrðar heimsins er þið kappkostið við að koma til hans, hvort sem þær séu líkamlegar og andlegar og munið upplifa jákvæða innri breytingu sem mun hjálpa ykkur að verða hamingjusamari.

Boðið „gakk ... með mér“

Enok var kallaður til að prédika harðbrjósta fólki fagnaðarerindið. Hann upplifið sig vanmáttugan. Hann hafði efasemdir um hvort honum tækist þetta. Drottinn róaði efasemdir hans og styrkti trú hans með boðinu: „Gakk með mér“ – boð sem, eins og stafur blinda mannsins eða armur vinar, getur leiðbeint skrefum þess sem ekki er viss. Armur Enoks varð stöðugur og hann varð að miklum trúboða og spámanni vegna þess að hann gekk með frelsaranum hönd í hönd.10

Það er persónuleg ákvörðun að „[koma] til mín“ og „fylgið mér.“ Þegar við tökum á móti boði hans mun skuldbinding okkar aukast og þá getum við „[gengið] með honum.“ Slík skuldbinding býr til einlægra samband við frelsarann – sem er ávöxtur þess að meðtaka fyrsta boðið.

Við Norma tókum sitt í hvoru lagi á móti boðunum „komið til mín“ og „fylgið mér.“ Saman studdum við síðan hvort annað og við höfum lært að ganga með honum.

Fyrirhöfninni og staðfestunni að leita hans og fylgja honum hefur verið umbunað með blessunum sem við þörfnumst..

Svo var einnig með konuna sem lagði mikið á sig til að snerta föt frelsarans11 eða eins og í tilviki Bartímeusar, hvers staðfesta var ráðandi þáttur í kraftaverkinu sem átti sér stað í lífi hans.12 Í báðum tilfellum var veitt lækning líkama og anda.

Teygið út hönd ykkar, snertið klæði hans, takið á móti boði hans og segið: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér“ og gangið með honum.

„Kom til mín,“ „fylgið mér,“ „gakk ... með mér“ eru boð sem búa yfir eðlislægum krafti – þeim er meðtaka þau – til að koma ábreytingu innra með sér, sem mun fá ykkur til að segja: „Við hneigjumst ekki lengur til illra verka, heldur stöðugt til góðra verka.“13

Þið munið finna fyrir sterkri þrá til að „[styðja] þá óstyrku, [lyfta] máttvana örmum og [styrkja] veikbyggð kné“ sem ytri staðfestingu á þessari breytingu. 14

Hvaða skref getum við tekið í dag að „[ganga] með honum?“

  1. Rækta þá þrá að verða betri fylgjandi Krists.15

  2. Biðja fyrir þeirri þrá, svo trú ykkar á hann megi vaxa.16

  3. Öðlast þekkingu frá ritningunum, sem lýsir leiðina og styrkir þrá ykkar eftir þvíað breytast.17

  4. Taka ákvörðunina í dag, að bregðast við og segja „Já Drottinn, ég mun fylgja þér!“ Þekking á sannleika mun ekki ein og sér breyta heimi ykkar nema þið umbreytið þekkingu yfir í gjörðir.18

  5. Halda fast í ákvörðunina sem þið hafið tekið með því að æfa þessar reglur daglega.19

Meg orð okkar ástkæra spámanns, Thomas S. Monson, hvetja okkur til verka, í þrá okkar til að taka á móti boði frelsarans. Monson forseti sagði: Hver er konungur dýrðarinnar, Drottinn hersveitanna? Hann er meistari okkar. Hann er frelsari okkar. Hann er sonur Guðs. Hann er höfundur sáluhjálpar okkar. Hann biður: Fylgið mér.‘ Hann leiðbeinir: Far þú og gjör hið sama.‘ Hann biður: Haldið boðorð mín.‘ “20

Megum við taka ákvörðun um að auka tilbeiðslu okkar og skuldbindingu til Guðs og mega viðbrögð okkar við boði hans heyrast hátt og snjallt: „Já Drottinn, ég mun fylgja þér!“21 Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.