Mér er það sjálfum kunnugt
Að læra sjálfur að hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists sé sannleikur getur verið ein stórkostlegasta og gleðilegasta reynsla lífsins.
Kæru bræður, við erum sífellt innblásnir af persónulegu fordæmi og prestdæmisþjónustu Thomas S. Monson forseta. Nýlega voru nokkrir djáknar spurðir: „Hvað dáistu mesta af í fari Monson forseta?“ Einn djáknana minntist þess hvernig Monson forseti hefði gefið leikföng sín, sem barn, vinum sem voru þurfi. Annar nefndi það hvernig Monson forseti hefði borið umhyggju fyrir ekkjunum í deild sinni. Sá þriðji talaði um að hann hafi verið mjög ungur þegar hann var kallaður sem postuli og hafi blessað fólk um allan heim. Því næst sagði einn ungur maður; „Það sem ég dáist mest að í fari Monson forseta er sterkur vitnisburður hans.“
Svo sannarlega höfum við öll skynjað sérstakt vitni spámanns okkar um frelsarann Jesú Krist og skuldbindingu hans um að fylgja alltaf hvatningu andans. Með hverri þeirri reynslu sem hann deilir með okkur þá býður Monson forseti okkur að lifa fagnaðarerindið af meiri fyllingu og að leita eftir og styrkja okkar eigin persónulega vitnisburð. Munið hvað hann sagði frá þessum ræðustól fyrir nokkrum ráðstefnum síðan. „Til þess að geta verið sterkir og staðist öll þau öfl sem draga okkur í öfuga átt …, verðum við að eiga okkar eigin vitnisburð. Hvort heldur þið eruð 12 ára eða 112 – eða einhvers staðar þar á milli – getið þið vitað sjálfir að fagnaðarerindi Jesú Krists er sannleikur.“1
Jafnvel þó að skilaboðum mínum hér í kvöld sé beint að þeim sem eru nær 12 en 112 þá eiga lögmálin, sem ég ræði um, við alla. Í ljósi þessa orða Monsons forseta, spyr ég: Er okkur sjálfum það kunnugt að fagnaðarerindið sé sannleikur? Getum við sagt með staðfestu að vitnisburðir okkar séu okkar eigin? Til að vitna aftur í Monson forseta: „Ég held því fram að sterkur vitnisburður um frelsara okkar og fagnaðarerindi hans muni … vernda ykkur gegn synd og illsku umhverfis ykkur. … Ef þið hafið ekki þegar hlotið vitnisburð um þetta, gerið þáallt sem nauðsynlegt er til að hljóta hann. Ykkur er nauðsynlegt að eiga eigin vitnisburð, því að vitnisburður annarra mun aðeins hjálpa ykkur takmarkað.“2
Mér er það sjálfum kunnugt
Að læra sjálfur að hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists sé sannleikur getur verið ein stórkostlegasta og gleðilegasta reynsla lífsins. Við gætum þurft að byrja með því að treysta á vitnisburði annarra - og segja eins og ungliðarnir sögðu „Við efum það ekki, að mæður okkar vissu það.“3 Þetta er góður staður til að byrja á en við verðum svo að byggja ofan á það. Til að vera sterkir í fagnaðarerindinu þá er ekkert mikilvægara en öðlast og styrkja vitnisburð okkar. Við verðum að geta lýst yfir eins og Alma: „Mér er það sjálfum kunnugt.“4
Og hvernig haldið þér, að ég viti með vissu, að það er satt?“ Alma hélt áfram. „Sjá, ég segi yður, að hinn heilagi andi Guðs hefur kunngjört mér það. Sjá, ég hef fastað og beðið í marga daga til að öðlast vitneskju um þetta sjálfur. Og nú veit ég sjálfur, að það er sannleikur“5
Mig langar að sjá það, sem faðir minn sá.
Eins og Alma þá fékk Nefí líka að vita sannleikann sjálfur.. Eftir að hafa hlustað á föður sinn tala um hinar mörgu andlegu upplifanir sínar þá langaði Nefí að vita það sama og faðir hann. Það var meira en bara forvitni - hann hungraði og þyrsti eftir því. Jafnvel þó að hann væri „ungur að árum“ var hann „fullur af þrá eftir að kynnast leyndardómum Guðs“6 Hann hafði löngun til geta „séð, heyrt og vitað um þessi mál fyrir kraft heilags anda.“7
Er Nefí „sat og hugleiddi þetta í hjarta [sér]“ hreif „[andinn hann]… upp á ákaflega hátt fjall“ þar sem hann var spurður „Hvers æskir þú?“ Svar hans var einfalt. „Mig langar að sjá það, sem faðir minn sá“8 Vegna einlægni hjarta hans og kostgæfni í viðleitni, þá var Nefí blessaður með undursamlegri reynslu. Hann hlaut vitni um komandi fæðingu, líf og krossfestingu frelsarans Jesú Krists, hann sá framgang Mormónsbókar og endurreisn fagnaðarerindisins á síðustu dögum - allt vegna einlægrar þrár hans um að vita af eigin raun.9
Þessar persónulegu upplifanir með Drottni, bjuggu Nefí undir mótlætið og erfiðleikana sem brátt yrðu á vegi hans. Þær gerðu honum kleift að vera staðfastur, jafnvel þegar aðrir í fjölskyldu hans áttu í erfiðleikum. Þetta megnaði hann, því hann hafði lært það sjálfur og hann vissi það af eigin raun.. Hann hafði verið blessaður með eigin vitnisburði.
Þá biðji hann Guð
Spámaðurinn Joseph Smith var, á svipaðan hátt og Nefí, „ungur að árum“ þegar „hugur [hans] hneigðist til alvarlegra hugleiðinga“ um andlegan sannleika. Fyrir Joseph þá voruþetta „[miklir æsingartímar]“ og hann var umkringdur af andstæðum og ruglandi skilaboðum um trúmál. Hann vildi vita hvaða kirkja hefði rétt fyrir sér.10 Innblásinn af þessum orðum úr Biblíunni: „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð,“11 tók hann af skarið til að leita svars. Á fallegum morgni, vorið1820 fór hann í skógarlund nokkurn nærri heimili sínu og kraup til að biðjast fyrir. Vegna trúar hans og vegna þess að Guð hafði sérstakt verk fyrir hann, þá birtist Joseph dýrðleg sýn af Guði föðurnum og syni hans Jesú Kristi og hann komst að því af eigin raun, hvað hann átti að gera.
Sjáið þig mynstur í reynslu Josephs sem þið gætuð nýtt ykkur í að öðlast og styrkja ykkar eigin vitnisburð? Joseph leyfði ritningunum að smjúga inn í hjarta sér. Hann ígrundaði þær og heimfærði þær yfir á sína aðstæður. Hann framkvæmdi síðan út frá því sem hann hafði lært. Niðurstaðan var hin dýrðlega fyrsta sýn - og allt sem fylgdi þar á eftir. Þessi kirkja er bókstaflega grundvölluð á því lögmáli að hver sem er - þar með talinn 14 ára sveitastrákur - geti „[beðið Guð]“ og fengið svar við bænum sínum.
Hvað er svo vitnisburður?
Við heyrum kirkjuþegna oft segja að vitnisburður þeirra um fagnaðarerindið sé þeirra dýrmætasta eign . Hann er heilög gjöf frá Guði sem kemur með krafti heilags anda. Hann er ljúf, óhagganleg fullvissa sem við hljótum er við lærum, biðjum og lifum eftir fagnaðarerindinu. Það er sú tilfinning er heilagur andi ber sálu okkar vitni um að þetta, sem við erum að læra og gera, er satt .
Sumir tala um vitnisburðinn eins og hann sé ljósarofi - það er annað hvort kveikt eða slökkt, þú ert annað hvort með vitnisburð eða ekki. Í raun þá er vitnisburður meira eins og tré sem fer í gegnum mismunandi vaxtar- og þroskaskeið. Sum stærstu tré jarðar eru í Redwood þjóðgarðinum í vesturhluta Bandaríkjanna. Þegar þú stendur við rætur þessara gríðarstóru trjáa þá er ótrúlegt til þess að hugsa að hvert og eitt þeirra óx út frá litlu fræi. Þannig er það með vitnisburði okkar. Þó að þeir byrji með einni einstakri trúarreynslu þá vaxa þeir og þroskast í gegnum tímann með stanslausri næringu og tíðum andlegum upplifunum.
Það er því ekki að undra að þegar spámaðurinn Alma útskýrði það hvernig við þroskum með okkur vitnisburð, þá talaði hann um fræ sem vex upp í að verða tré. „Nú skulum við líkja orðinu við sáðkorn. Ef þið gefið rúm í hjarta ykkar, þannig að gróðursetja megi sáðkorn þar, sjá, sé það sáðkorn sannleikans, eða gott sáðkorn, og þið varpið því eigi burt vegna vantrúar ykkar, og standið eigi gegn anda Drottins, sjá, þá mun það fara að þenjast út í brjóstum ykkar. Og þegar þið finnið þessar vaxtarhræringar, munuð þið segja með sjálfum ykkur: Þetta hlýtur að vera gott sáðkorn – eða að orðið sé gott – því að það er farið að víkka sálarsvið mitt. Já, það er farið að upplýsa skilning minn, já, það er farið að verða mér unun.“12
Það er á þennan hátt sem vitnisburður hefst; með helgri, upplýsandi, fullvissandi tilfinningu sem færir okkur sönnur á því að orð Guðs sé sannleikur. Eins dásamleg og þessi tilfinning er þá er hún, hinsvegar, aðeins byrjunin. Verk ykkar við að byggja vitnisburð ykkar er ekki búið - frekar en að verkið við að rækta strandrisafuru er búið þegar fyrstu teinungarnir stinga sér upp úr jarðveginum. Ef við vanrækjum þessar fyrstu andlegu tilfinningar, ef við nærum þær ekki með áframhaldandi lestri ritningana og bænum og með því að leitast eftir frekari andlegri reynslu þá mun tilfinningin dvína og vitnisburður okkar rýrna.
Eins og Alma sagði: „En ef þið vanrækið tréð og hugsið ekkert um næringu þess, sjá, þá mun það ekki festa rætur. Og þegar sólarhitinn kemur og breiskjar það, visnar það upp, vegna þess að það hefur engar rætur, og þið rífið það upp og varpið því burt.“13
Í flestum tilvikum þá mun vitnisburður okkar vaxa á sama hátt og tré; smátt og smátt, næstum því ómerkjanlega, sem afleiðing stanslausrar umhyggju okkar og mikillar vinnu. „En ef þið viljið næra orðið, já, næra tréð með trú ykkar af mikilli kostgæfni og þolinmæði, þegar það tekur að vaxa, og vænta ávaxtar þess, þá mun það festa rætur. Og sjá, það verður að tré, sem vex upp til ævarandi lífs.“14
Nú er tíminn; í dag er sá dagur.
Vitnisburður minn hófst er ég las og íhugaði kenningar þær sem má finna í Mormónsbók. Þegar ég kraup í auðmjúkri bæn til að biðja Guð, þá vitnaði heilagur andi fyrir sálu minni um að það sem ég var að lesa, væri sannleikur. Þessi vitnisburður sem kom snemma, varð hvati fyrir vitnisburð minn um marga aðra sannleika fagnaðarerindisins, því eins og Monson forseti kenndi: „Þegar við vitum að Mormónsbók er sönn, þá fylgir því sú vitneskja að vita að Joseph Smith var vissulega spámaður og að hann sá Guð hinn eilífa föður og son hans, Jesú Krist. Því fylgir einnig að vita að fagnaðarerindið var endurreist á síðari dögum fyrir tilstilli Josephs Smith – þar á meðal endurreisn bæði Arons- og Melkísedeksprestdæmisins.“15 Síðan þá hef ég upplifaðmargar helgar reynslur með heilögum anda sem hafa staðfest fyrir mér að Jesú Kristur er frelsari heimsins og hið endurreista fagnaðarerindi hans er satt. Ég get í fullvissu, sagt með Alma, að mér er það sjálfum kunnugt.
Ungu vinir mínir, nú er tíminn og dagurinn í dag er sá dagur til að læra eða staðfesta fyrir okkur sjálfa að fagnaðarerindið er sannleikur. Hver og einn okkar höfum mikilvægt verk að vinna. Til að ljúka því verki og hljóta vernd frá veraldlegum áhrifum, sem virðast vera allt í kringum okkur, þá verðum við að hafa trú Alma, Nefís og hins unga Joseph Smith til að fá og þroska okkar eigin vitnisburð.
Eins og ungi djákninn sem ég minntist á áðan, þá dáist ég af Monson forseta fyrir vitnisburð hans. Hann er eins og gnæfandi strandrisafura, en jafnvel Monson forseti varð að vaxa og þroskast yfir tíma. Við getum fengið að vita af eigin raun, á sama hátt og Monson forseti, að Jesús Kristur er frelsari og lausnari heimsins, að Joseph Smith er spámaður endurreisnarinnar og þar með talið endurreisn prestdæmis Guðs. Við höfum það heilaga prestdæmi. Megum við læra þessa hluti og vita það af eigin raun, er auðmjúk bæn mín í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.