Drottinn er með áætlun fyrir okkur!
Munu lofaðar blessanir verða að veruleika ef við höldum áfram að lifa eins og við lifum í dag?
Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum sögulega tíma þegar ræðumenn á aðalráðstefnu fá að flytja ræður á móðurmáli sínu. Síðast þegar ég talaði frá þessu púlti hafi ég áhyggjur af hreimnum mínum. Nú hef ég bara áhyggjur af hraðanum mínum á portúgölsku. Mig langar ekki að tala hraðar en textinn á skjánum.
Við höfum öll upplifað eða munum upplifa tíma mikilla ákvarðana í lífi okkar. Ætti ég að velja þennan starfsferil eða hinn? Ætti ég að þjóna í trúboði? Er þetta rétta persónan fyrir mig að giftast?
Þetta eru aðstæður á mismunandi tímum lífs okkar þar sem örlítil breyting á stefnu getur haft stórvægilegar afleiðingarnar á framtíð okkar. Með orðum Dieter F. Uchtdorf forseta: „Í margra ára þjónustu við Drottin ... hefur mér lærst að munurinn á hamingju og eymd hjá einstaklingum, í hjónaböndum og hjá fjölskyldum snýst oft um skekkju sem nemur einungis örfáum gráðum,“ („A Matter of a Few Degrees,“ Ensign eða Líahóna, maí 2008, 58).
Hvernig getum við forðast litlar skekkjur í útreikningi?
Ég mun nota persónulega upplifun til að útskýra boðskap minn.
Í lok níunda áratugarins samanstóð fjölsklyda okkar af eiginkonu minni, Mônica, tveimur af fjórum börnum okkar og mér. Þegar við bjuggum í São Paulo, Brasilíu, vann ég hjá góðu fyrirtæki. Ég hafði lokið við háskólanám mitt og nýlega verið leystur frá köllun sem biskup í deildinni þar sem við bjuggum. Lífið var gott og allt virtist vera eins og það átti að vera – þar til dag einn þegar gamall vinur kom í heimsókn.
Hann kom með athugasemd í lok heimsóknarinnar og spurði spurningar sem ruggaði sannfæringu minni. Hann sagði: „Carlos, allt virðist vera að ganga í haginn hjá þér, fjölskyldu þinni, í starfsferli þínum og þjónustu í kirkjunni, en“ – svo kom spurningin – „ef þú heldur áfram að lifa eins og þú ert að lifa, munu blessanirnar sem eru lofaðar í patríarkablessun þinni verða að veruleika?“
Ég hafði aldrei hugsað um patríarkablessun mína á þennan hátt. Ég hafði lesið hana öðru hverju en aldrei með þeim ásetningi að leita að lofuðum framtíðar blessunum og meta hvernig ég væri að standa mig í núinu.
Ég beindi athygli minni að patríarkablessun minni eftir heimsókn hans og hugleiddi: „Ef við höldum áfram að lifa eins og við erum að lifa, munu fyrirheitnar blessanir verða uppfylltar?“ Eftir smá íhugun fékk þá tilfinningu að sumar breytingar væru nauðsynlegar, sér í lagi hvað varðar menntun mína og starfsferil.
Það var ekki ákvörðun milli þess sem var rétt og rangt heldur milli þess sem var gott og þess sem var betra, eins og öldungur DallinH. Oaks kenndi okkur þegar hann sagði: „Þegar við hugleiðum mismunandi valkosti, ættum við að hafa í huga að ekki er nóg að eitthvað sé gott. Til er val sem er betra og enn annað sem er best“ („Good, Better, Best,“ Ensign eða Líahóna, nóv. 2007, 104–5).
Hvernig getum við tryggt að við séum að taka bestu ákvörðunina?
Hérna eru nokkrar reglur sem ég hef lært.
Regla númer 1: Við þurfum að íhuga valkosti okkar með loka markmiðið í huga.
Það getur falist áhætta í því að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á líf okkar og þeirra sem við elskum án þess að hafa skilning á afleiðingum þeirra. Ef við hins vegar útlistum mögulegum afleiðingum þessara ákvarðana á framtíðina, þá getum við séð miklu skýrar hvaða leið á að taka í nútíðinni.
Að skilja hver við erum, hvers vegna við erum hér og hvað Drottinn býst við af okkur í þessu lífi mun hjálpa okkur að öðlast þessa víðari sýn sem við þurfum á að halda.
Við getum fundið dæmi um það í ritningunum þar sem víðari sýn veitti skýrleika á því hvaða leið ætti að fara.
Móse talaði við Drottinn, eins og maður talar við mann, lærði um sáluhjálparáætlunina og skildi þar af leiðandi betur hlutverk sitt sem spámaður samansöfnunar Ísraels.
„Og Guð talaði við Móse og sagði: Sjá, ég er Drottinn Guð almáttugur. …
Og ég mun sýna þér verk handa minna. …
Og ég ætla þér verk að vinna, sonur minn Móse“ (HDP Mose 1:3–4, 6).
Með þessum skilning gat Móse þolað mörg erfiðis ár í eyðimörkinni og leitt Ísrael aftur heim.
Lehi, hinn mikli spámaður í Mormónsbók, dreymdi draum og í sýn hans lærði hann hlutverk sitt í að leiða fjölskyldu sína til fyrirheitna landsins.
„Og svo bar við, að Drottinn bauð föður mínum jafnvel í draumi að kalla saman fjölskyldu sína og halda út í óbyggðirnar.
„… Og hann yfirgaf hús sitt og erfðaland, og gull sitt og silfur, sem og aðrar dýrmætar eigur“ (1 Ne 2:2, 4).
Lehí var trúr þessari sýn þrátt fyrir erfiðleika á ferðalaginu og hafa þurft að segja skilið við þægilegt líf í Jerúsalem.
Spámaðurinn Joseph Smith er annað gott fordæmi. Vegna margra sýna, sem hófst með Fyrstu sýninni, gat hann klárað ætlunarverk sitt í að endurreisa alla þætti (sjá Joseph Smith–Saga 1:1–26).
Hvað með okkur? Hverju býst Drottinn við af okkur?
Við þurfum ekki að sjá engil til að hljóta skilning. Við höfum ritningarnar, musterið, lifandi spámenn, patríarkablessun okkar, innblásna leiðtoga og, framar öllu, rétt til að hljóta persónulega opinberun okkur til leiðbeiningar.
Regla númer 2: Við þurfum að undirbúin fyrir framtíðar áskoranir
Bestu leiðir lífsins eru sjaldnast þær auðveldustu. Oft á tíðum er því nákvæmlega öfugt farið. Við sjáum dæmi um það í lífi spámannanna sem ég var að vitna í.
Móse, Lehí og Joseph Smith höfðu það ekki auðvelt þrátt fyrir þá staðreynd að ákvarðanir þeirra voru réttar.
Erum við fús að greiða gjaldið gjaldið fyrir ákvarðanir okkar? Erum við reiðubúin að yfirgefa þægindarhring okkar til að ná á betri stað?
Snúum okkur aftur að upplifun minni með Patríarkablessunina, ég komst að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að ég ætti að ná mér í meiri menntun og sótti um styrk hjá bandarískum háskóla. Fengi ég styrki, þá myndi ég þurfa að hætta í vinnunni minni, selja aleigu okkar og flytja til Bandaríkjanna í tvö ár sem nemandi á styrkjum.
Próf eins og TOEFL og GMAT voru fyrstu áskoranirnar sem þurfti að yfirstíga. Undirbúningurinn tók þrjú löng ár, mörgum sinnum neitað og stundum sagt kannski áður en ég fékk inngöngu í háskóla. Ég man enn eftir símtalinu sem ég fékk í lok þriðja ársins, frá manneskjunni sem bar ábyrgð á styrkveitingum. .
Hann sagði: „Carlos, ég hef góðar fréttir að færa en einnig slæmar. Góðu fréttirnar eru að þú ert meðal þriggja hæstu á þessu ári.“ Það var bara pláss fyrir einn nemanda á þeim tíma. „Slæmu fréttirnar eru þær að einn af þeim efstu er sonur nokkurs sem er mikilvægur, annar er einnig sonur einhvers mikilvægs og síðan ert það þú.“
Ég svaraði hratt: „Og ég … ég er sonur Guðs.“
Sem betur fer fór valið ekki eftir jarðneskum foreldrum umsækjanda og ég varð fyrir valinu það árið, árið 1992.
Við erum börn almáttugs Guðs. Hann er faðir okkar, hann elska okkur og hann hefur áætlun fyrir okkur. Við erum ekki hér í þessu lífi bara til að sóa tímanum, eldast og deyja. Guð vill að við þroskumst og náum möguleikum okkar.
Með orðum Thomas S. Monson forseta: „Sérhvert ykkar, einhleypt eða gift, á öllum aldri, hefur tækifæri til að læra og vaxa. Víkkið út þekkingu ykkar, bæði vitsmunalega og andlega, að því marki sem himneskir möguleikar ykkar ná“ („The Mighty Strength of the Relief Society,“ Ensign, nóv. 1997, 95).
Regla númer 3: Við þurfum að deila þessari sýn með fólki sem við elskum.
Lehi gerði margar atrennur í að hjálpa Laman og Lemúel við að skilja mikilvægi þeirra breytinga sem þeir voru að gera. Sú staðreynd að þeir deildu ekki sýn föður síns fékk þá til að mögla meðan á ferðalaginu stóð. Nefí, hins vegar, leitaði til Drottins til að sjá það sem faðir hans hafði séð.
„Og svo bar við, að þegar ég, Nefí, hafði hlýtt á öll orð föður míns um það, sem hann sá í sýn, … fylltist ég … einnig löngun til að geta séð, heyrt og vitað um þessi mál fyrir kraft heilags anda“ (1 Ne 10:17).
Nefí gat ekki einungis yfirstigið áskoranir ferðalagsins með aðstoð þessarar sýnar heldur gat hann einnig leitt fjölskyldu sína þegar á því þurfti að halda.
Það er mjög líklegt að þegar við ákveðum að fara ákveðna leið, þá mun það hafa áhrif á fólk sem við elskum og sumir munu jafnvel fylgja með. Það besta er að þau munu geta séð það sem við sjáum og deilt með okkur sömu sannfæringu. Það er þó ekki alltaf mögulegt en þegar það gerist, þá er ferðalagið mun auðveldara.
Ég þurfti auðvitað á stuðningi eiginkonu minnar að halda í þessari persónulegu reynslu sem ég sagði ykkur frá og notaði sem útskýringu. Börnin voru ennþá ung og höfðu ekki mikið um þetta að segja en stuðningur eiginkonu minnar var nauðsynlegur. Ég man að í fyrstu þurftu Mônica og ég að ræða vandlega þessa breytingu þar til henni leið vel með hana og hún var að fullu tilbúin í þetta. Þessi sameiginlega sýn fékk hana ekki eingöngu til að styðja breytinguna heldur einnig til að vera nauðsynlegur þáttur í velgengni hennar.
Ég veit að Drottinn hefur áætlun fyrir okkur í þessu lífi. Hann þekkir okkur. Hann veit hvað er okkur fyrir bestu. Bara þótt að lífið gangi vel í dag þá þýðir það ekki að við ættum ekki, öðru hverju, að íhuga hvort við gætum gert eitthvað betur. Munu lofaðar blessanir verða að veruleika ef við höldum áfram að lifa eins og við lifum í dag?
Guð lifir. Hann er faðir okkar. Jesú Kristur lifir og ég veit að með friðþægingarfórn hans getum við fengið styrk til að yfirstíga okkar daglegu áskoranir. Í nafni Jesú Krists, amen.