2010–2019
Velkomin á ráðstefnu
október 2014


Velkomin á ráðstefnu

Megi hjörtu okkar komast við og trú okkar aukast er við hlutstum.

Kæru bræður og systur, hve ég gleðst yfir að bjóða ykkur velkomin á þessa miklu heimsráðstefnu. Við erum samankomin víðsvegar út um allan heim til að hlusta á og læra af bræðrum og systrum sem við styðjum sem aðalvaldhafa og embættismenn kirkjunnar. Þau hafa leitað aðstoðar himins varðandi þann boðskap sem þau færa okkur og hafa hlotið innblástur varðandi þau orð sem flutt verða.

Á þessari ráðstefnu eru 90 ár liðin síðan farið var að útvarpa aðalráðstefnu. Það var í október árið 1924 sem ráðstefnuhlutumvar útvarpað í fyrsta sinn með KSL útvarpsstöðinni sem kirkjan á. Á þessari ráðstefnu eru einnig liðin 65 ár síðan farið var að sjónvarpa aðalráðstefnu. Það var á aðalráðstefnu í október 1949 sem ráðstefnuhlutum var fyrst sjónvarpað á Salt Lake svæðinu og aftur var það KSL sjónvarps- og útvarpsstöðin.

Við erum þakklát fyrir þá blessun að nútíma tækni gerir milljónum meðlima kirkjunnar kleift að horfa eða hlusta á aðalráðstefnu. Ráðstefnuhlutum helgarinnar verður sjónvarpað, útvarpað, þeir sendir í gegnum kapalkerfi, gervihnetti og á Alnetinu, þar á meðal til handhægra tækja.

Á undanförnum sex mánuðum, frá því við hittumst síðast, hefur eitt nýtt musteri verið vígt og annað endurvígt. Í maí vígði Dieter F. Uchtdorf forseti Fort Lauderdale musterið í Flórída. Dásamlegur menningarviðburður á vegum æskufólksins var haldinn daginn fyrir vígsluna. Næsta dag, sunnudaginn 4. maí, var musterið vígt í þremur vígsluathöfnum.

Fyrir tveimur vikum fékk ég þau forréttindi að endurvígja Ogden Utah musterið sem var upphaflega vígt af Joseph Fielding Smith forseta. Stórbrotin menningarviðburður átti sér stað daginn fyrir endurvígsluna og þar sem svo mikill fjöldi tók þátt þá þurfti tvær sýningar með sitt hvorum leikhópnum.. Allt í allt tóku 16.000 ungmenni þátt. Endurvígslan átti sér stað daginn eftir þar sem margir bræður tóku þátt, ásamt leiðtogum aðildarfélaganna, musterisforsetanum, ráðgjöfum hans og eiginkonum þeirra.

Við höldum áfram af fullum krafti að byggja musteri. Í næsta mánuði mun nýja Phoenix Arizona musterið verða vígt og á næsta ári, árinu 2015, gerum við ráð fyrir að vígja eða endurvígja að minnsta kosti fimm musteri, jafnvel fleiri, en það fer eftir því hversu hratt byggingu þeirra lýkur.

Eins og ég minntist á í apríl þá munu 170 musteri vera starfrækt um allan heim þegar öll þau musteri sem eru nú í byggingu hafa verið vígð. Þar sem við erum að einblína á að klára þau musteri sem hafa verið tilkynnt nú þegar, þá munum við ekki tilkynna ný musteri núna. Í framtíðinni, hins vegar, þegar við finnum fyrir þörf og finnum staðsetningar, þá munu tilkynningar um ný musteri heyrast.

Kirkjan heldur áfram að vaxa. Við erum í dag rúmlega 15 milljónir að tölu og alltaf að bætast við. Trúboðsstarf okkar heldur áfram óhindrað. Við erum með í dag rúmlega 88.000 trúboða sem deila fagnaðarerindinu um heim allan. Við undirstrikum að trúboðsstarfið er skylda prestdæmisins og við hvetjum alla verðuga og færa pilta til að þjóna. Við erum þakklát fyrir fyrir ungu konurnar sem einnig þjóna. Framlag þeirra er mikilvægt en á þeim hvílir ekki samskonar skylda og á piltunum.

Ég býð ykkur nú að veita athygli þeim bræðrum og systrum sem munu tala í dag og á morgun á ráðstefnuhlutum okkar. Þeir sem hafa verið beðnir að flytja ræður finna fyrir þeirri miklu ábyrgð sem því fylgir. Megi hjörtu okkar komast við og trú okkar aukast er við hlustum. Þess bið ég auðmjúklega í nafni Jesú Krists, amen.