Líahóna
Ekki einmana lengur: Sjö leiðir til að tengjast
September 2024


„Ekki einmanna lengur: Sjö leiðir til að tengjast,“ Líahóna, sept. 2024

Eldast trúfastlega

Ekki einmana lengur: Sjö leiðir til að tengjast

Einmanaleiki er áskorun sem sigrast má á með nokkurri fyrirhöfn, tilfinningalegri orku og hjálp frá frelsaranum.

tvær manneskjur á gangi hlið við hlið

Við munum líklega öll upplifa einmanaleika á einhverjum tímapunkti. Einmanaleikatilfinningar af og til geta í raun verið heilbrigðar og gagnlegar, líffræðilegt merki um að við þurfum að byggja upp sterkari sambönd. En viðvarandi einmanaleiki er oft mikil hindrun fyrir hamingju.

Hamingjuáætlun himnesks föður felst meðal annars í því að safna okkur saman í fjölskyldur og söfnuði. Þetta hjálpar okkur ekki aðeins í eilífri framþróun okkar, heldur einnig í mannlegri þörf okkar fyrir því að vera meðal annarra, finna að við tilheyrum og að gefa og þiggja tilfinningalegan stuðning. Vísindi eru farin að bera kennsl á félagsleg tengsl sem líffræðilega þörf sem tengist heilsu okkar og afkomu.

Þau eru einnig andleg þörf. Við þörfnumst hvers annars til að stuðla að andlegri velferð okkar og vexti. Himnaríki sem uppfullt er af eilífum samböndum er líka einstaklega gleðileg hugsun (sjá Kenning og sáttmálar 130:2).

Hugleiðið eftirfarandi hugmyndir til að sigrast á einmanaleika í lífi ykkar:

  1. Reiðið ykur á frelsarann. Himneskur faðir og Jesús Kristur vita af einmanaleika ykkar og vilja hjálpa. Vitneskjan um að frelsarinn sé kunnugur sársauka einmanaleikans, getur hjálpað ykkur að vita að hann skilur tilfinningar ykkar. Að nálgast himneskan föður og frelsarann í bæn, ritningarnámi og tilbeiðslu á hvíldardegi og í musterinu, mun gera ykkur kleyft að vita að þið eruð aldrei ein. Eins og Russell M. Nelson hefur kennt: „Þegar við einblínum á … Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá getum við fundið gleði, í öllu sem gerist – eða gerist ekki – í lífi okkar.“

  2. Verið vingjarnleg. Einmanaleiki getur stundum valdið því að við efumst um það að leggja okkur fram muni draga úr sársauka. Farið í sjálfsskoðun til að sjá hvort þið séuð svartsýn. Þegar leitað er að vináttu, munið að oft er þess krafist að við séum vingjarnleg. Einfaldlega það að heilsa nágranna getur skipt sköpum. Að leita tækifæra til að blessa líf annarra, sem einnig heyja baráttu við einmanaleika, gæti líka verið öflugasta inngripið af öllu.

  3. Byggið á sameiginlegum áhugamálum. Leitið að fólki og hópum sem hafa svipuð áhugamál, viðhorf og staðla og þið sjálf. Þið gætuð haft augun opin fyrir (eða jafnvel íhugað að stofna!) bókaklúbb, þjónustuklúbb, gönguklúbb, sönghóp, kvöldstundarhóp eða foreldrahóp með tómt hreiður.

  4. Styrkið núverandi sambönd. Flestir eru þegar í samböndum við fjölskyldu, vini, nágranna og deildarmeðlimi. Gott er að byrja á að hlúa að núverandi samböndum þegar barist er gegn einmanaleika. Það tekur tíma að byggja upp vináttu á eðlilegan hátt, svo verið þolinmóð þegar þið hlúið að samböndum. Munið að gæði sambanda ykkar er mikilvægara en fjöldi sambanda sem þið eigið.

  5. Leitið tækifæra til að þjóna og miðla hæfileikum ykkar og andlegum gjöfum. Það eru næstum ótakmörkuð tækifæri til að þjóna í kirkjunni, fjölskyldum okkar og samfélaginu. Þegar við finnum að viðleitni okkar er að hafa jákvæð áhrif á aðra, getur það veitt lífi okkar merkingu og tilgangi. Að finnast líf okkar hafa merkingu fyrir aðra er sterkur fælingarmáttur fyrir einmanaleika.

  6. Ráðgerið að krefjandi tímar munu koma. Frídagar og mikilvægir dagar, eins og dánardagur ástvinar, geta verið erfiðir. Reynið að skipuleggja athafnir með vinum eða fjölskyldu á slíkum dögum, til að forðast að dvelja við þau sambönd sem þið vilduð að þið hefðuð.

  7. Takið þátt í musteris- og ættarsögustarfi. Þetta er áhrifarík leið til að finna huggun og að tilheyra. Öldungur Dale G. Renlund í Tólfpostulasveitinni lofaði fjölmörgum blessunum sem við getum hlotið, þar á meðal „[auknum kærleika] og þakklæti til áa okkar og lifandi ættingja, svo að við skynjum okkur ekki lengur ein.“

Fyrir flesta er einmannaleiki áskorun sem hægt er að sigrast á með nokkru átaki, tilfinningalegum krafti og hjálpa frá frelsara okkar.

Heimildir

  1. Sjá Julianne Holt-Lunstad, „Social Connection as a Public Health Issue: The Evidence and a Systemic Framework for Prioritizing the ‘Social’ in Social Determinants of Health,“ Annual Review of Public Health, bindi 43 (2022), 193–213.

  2. Russell M. Nelson, „Gleði og andleg þrautsegja,“ aðalráðstefna, október 2016.

  3. Dale G. Renlund, „Ættarsaga og musterisverk: Innsiglun og lækning,“ aðalráðstefna, apríl 2018.