„Hvernig get ég búið mig undir að taka á móti frelsaranum?“ Líahóna, sept. 2024.
Kom, fylg mér
Helaman 10; 3. Nephí
Hvernig get ég búið mig undir að taka á móti frelsaranum?
Hér eru fjórar leiðir fyrir ykkur til að taka á móti frelsaranum í lífi ykkar.
Nefítarnir þurftu að búa sig undir að taka á móti frelsaranum í eigin persónu í návist þeirra. Hvað getum við lært af fordæmi þeirra sem getur hjálpað okkur að meðtaka frelsarann andlega í líf okkar?
Ígrundið það sem Guðs er
Þá: Þegar spámaðurinn Nefí fann að hann var „niðurbeygður,“ hugleiddi hann „það, sem Drottinn hafði sýnt honum“ (Helaman 10:2–3).
Nú: Það veitir okkur styrk og hugrekki að minnast þess sem Guð hefur gert fyrir okkur, bæði í góðu og slæmu, til að vera nálægt honum og takast á við framtíðina í trú.
Henry B. Eyring forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, lagði til að við hugleiddum daglega og skráðum hughrif okkar. Hann sagði: „[Þið kunnið] að biðjast fyrir og ígrunda og spyrja: Sendi Guð boðskap sem var fyrir mig? Hef ég í dag séð hönd Guðs snerta líf okkar, barnanna?“
Hvernig hafið þið séð elsku, innblástur eða blessanir Guðs í lífi ykkar í dag?
Takið á ykkur nafn Jesú Krists.
Þá: Mormón lýsti djarflega yfir að hann væri „lærisveinn Jesú Krists“ (3. Nefí 5:13).
Nú: Öldungur Jonathan S. Schmitt, af hinum Sjötíu, hefur lagt til að við getum beint athyglinni að Jesú Kristi með því að taka á okkur mismunandi titla hans. Jesús er til dæmis „hinn sami í gær, í dag og að eilífu“ (1. Nefí 10:18). Öldungur Schmitt leggur til að við getum tekið á okkur þessa nafnbót, ef við lifum staðfastlega eftir fagnaðarerindinu.
Hvaða önnur nöfn eða titla Jesú Krists getið þið hugsað um og tekið til ykkar?
Leyfið frelsaranum að safna ykkur til sín
Þá: Í 3. Nefí 10:4–6, líkir Jesús Kristur sér við hænu sem safnar saman ungum sínum. Þetta er fallegt myndmál því að hann er alltaf að kalla okkur til sín, svo hann geti verndað okkur og nært. Við verðum hins vegar að velja að koma til hans. Hann sagðir: „Já, hversu oft hefði ég viljað safna yður saman, eins og hæna safnar saman ungum sínum, en þér vilduð það ekki“ (vers 5).
Nú: Jesús heldur áfram að safna okkur saman í dag, en við verðum að leyfa okkur að safnast til hans. Leyfið þið ykkur að safnast saman til frelsarans og að finna vernd hjá honum eða neitið þið og eruð áfram í hættu?
Hvað býður frelsarinn ykkur og hvað þurfið þið að gera til að meðtaka það?
Lítið til himna
Þá: Það tók Nefítana þrjár tilraunir að heyra rödd Guðs. „Og enn á ný, hið þriðja sinn, heyrðu þau röddina og luku upp eyrum sínum fyrir henni. Og augu þeirra beindust í átt að hljóðinu, og þau litu beint til himins, en þaðan kom hljóðið“ (3. Nefí 11:5).
Nú: Ein leið fyrir okkur til að „[líta] beint til himins,“ er að „hugsa himneskt“ eins og Russell M. Nelson forseti orðaði það. Hann útskýrir að einn þáttur þess að hugsa himneskt sé „að vera andlega sinnaður.“
Hvað getið þið gert til að vera meira andlega sinnuð og „[líta] beint til himins“?