„Reykjavík, Iceland“ Líahóna, sept. 2024.
Kirkjan er hér
Reykjavík, Ísland
Fyrstu trúboðarnir frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu komu til Íslands árið 1851. Á 20. öldinni fluttust margir meðlimir til annarra landa. Í dag koma kirkjumeðlimir á Íslandi hins vegar frá ýmsum löndum og margir innfæddir Íslendingar hafa komið aftur til að prédika fagnaðarerindi Jesú Krists og hjálpa nýlegum trúskiptingum að leiða kirkjuna. Þó þau séu fá er þetta samheldið samfélag. Kirkjan á Íslandi hefur:
-
380 meðlimi (hér um bil)
-
4 greinar (þar af ein spænskumælandi)
-
1 FamilySearch miðstöð
Samfélag heilagra
Meðlimir á Íslandi reiða sig á hver annan. Þegar eiginmaður Bettinu Gudnason lést, fann hún huggun í fjölskyldu heilagra í kringum sig: „Meðlimir kirkjunnar voru alltaf í kringum mig og með mér. Ég veit í hjarta mínu að himneskur faðir og Jesús Kristur vita allt sem gerist umhverfis okkur. Þeir þekkja okkur með nafni.“