2022
Það er von!
September 2022


„Það er von,“ Líahóna, sept. 2022.

Velkomin í þessa útgáfu

Það er von!

Ljósmynd
foreldrar ræða við dóttur sína

Jesús Kristur er von okkar, hverjar sem áskoranir okkar eru. Öldungur Ronald A. Rasband, í Tólfpostulasveitinni, staðfestir þema þessa mánaðar með þessum dásamlega sannleika í hinni nýju grein sinni, „Von og huggun í Kristi“ (bls. 4).

Fyrir marga foreldra, er þessi vonarboðskapur einkar nauðsynlegur, er þau gera sitt besta til að ala upp börn í erfiðum heimi. Russell M. Nelson forseti hefur kennt: „Árásir óvinarins á trúna og okkur sjálf og fjölskyldur okkar verða stöðugt harðari. Við þurfum að koma forvirkri varnaráætlun í framkvæmd, til að standast andlega“ („Upphafsorð,“ aðalráðstefna, október 2018). Til að styðja foreldra í þessu helga starfi, leitast kirkjan stöðugt við að koma með úrræði sem eru bæði efnistengd og gagnleg.

Í útgáfu þessa mánaðar, miðlum ég og meðhöfundur minn foreldrum mynstri sameinaðra reglna fagnaðarerindisins og hagnýtra aðferða sem geta hjálpað foreldrum að skapa sterk tengsl við börn sín, rækta trú þeirra og stuðla að einingu (sjá „Áhrifarík aðferð til barnauppeldis“ á bls, 10).

Heilagur andi getur leitt okkur að voninni og hjálpinni sem við þurfum. Öldungur José A. Teixeira, af hinum Sjötíu, kennir hvernig við getum fengið ríkulegri leiðsögn með heilögum anda í „Veljið að vera hugarfarslega andleg“ (bls. 40).

Við vonum að efni þessarar útgáfu hjálpi ykkur og fjölskyldu ykkar að finna von, aukna elsku og gleði.

Virðingarfyllst,

Maren Daines, JD

Sérfræðingur í alþjóðlegum þróunarmálum fjölskyldunnar

Prenta